þriðjudagur, 16. desember 2008

Handprump

Helsta ástæðan fyrir því, að ég blogga ekki á hverjum degi er þessi:

Ég á mér líf.

Hér er dæmi um mann sem fórnaði eigin lífi fyrir listina:



Hér er lagið í upprunalegri útgáfu:

miðvikudagur, 10. desember 2008

Ný uppáhalds teiknimyndastrípa

Ég hef fundið mér nýja uppáhalds teiknimyndastrípu. Fram til þessa hafa nokkrir barist um hylli mína.

Wulff & Morgenthaler voru fyrstir til að heilla mig, en þeir misstu flugið fyrir löngu síðan.



White Ninja var lengi í uppáhaldi, en hann hefur einnig dalað. Finnst einhvern veginn eins og hann hafi hrasað og aldrei komið sér almennilega á fætur.



Perry Bible Fellowship eru fáránlega frábærar, en höfundurinn hefur eitthvað annað og betra að gera en að fíflast.



Basic Instructions sker sig úr að því leyti, að hann verður eiginlega fyndnari eftir því sem maður les meira.



Það sama á við um Cyanide & Happiness.



En uppáhaldið mitt þessa dagana er Subnormality. Þessi strípa inniheldur yfirleitt gífurlega mikinn texta, sem gæti virkað fráhrindandi. En það er vel þess virði að gefa þeim tækifæri, þótt húmorinn geti reynst full nördalegur fyrir suma.






Því er við að bæta að strípurnar í Mogganum eru ömurlegar og hafa alltaf verið. Ber þar helst að nefna Ljósku og Gretti.