Mig dreymdi um daginn tvo inúíta sem sátu á ísnum og dorguðu. Annar þeirra var mjósleginn og hávaxinn, hinn var lítill og svolítið kringlóttur.
Sá hávaxni lítur upp frá veiðarfærunum og segir við þann litla:
Það er farið að hlýna talsvert.
Jamm, svarar hinn á móti.
Kannski verðum við á árabát á sama tíma að ári.
Jamm, segir hinn, kannski.
Trúir þú á gróðurhúsaáhrifin?
Sá þögli ypptir bara öxlum.
Síðan sitja þeir á ísnum drykklanga stund og stara ofan í vökina. Allt í einu sprettur sá hávaxni á fætur og hrópar:
Af hverju heitir þetta land ennþá Grænland?! Af hverju?! Það er ekkert grænt á þessu landi! Ekkert! Allt er hvítt! Hvítt!
Sá litli kippir sér ekkert upp við þetta og situr sem fastast. Sá hávaxni róast að lokum niður og sest aftur við veiðarnar. Eftir smá stund spyr hann þann litla:
Sástu leikinn?
Nei, ég á ekki sjónvarp.
Já, alveg rétt. Ekki ég heldur. Ég gleymi því stundum að ég er eskimói.
Inúíti, meinarðu.
Já ... alveg rétt ... inúíti.
laugardagur, 10. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mig dreymdi um daginn að ég væri draugabani. Það var frekar töff.
oi mate
new song out on myspace
please listen
incredibly good stuff
Skrifa ummæli