Á internetinu fann ég fyrir tilviljun skemmtilega síðu sem heitir radioninja.com. Þar er hægt að raða tónlistarmyndböndum upp í spilunarlista og þykjast þannig vera dagskrárstjóri tónlistarstöðvar, sem er mitt nýja áhugamál.
Þess vegna hef ég bætt við nýjum lið í þetta blogg: Þriðjudagsgátunni. Sú fyrsta er ansi einföld, en hún er á þessa leið:
Hvað heitir þessi spilunarlisti?
Sá eða sú sem kemst næst svarinu fyrir næsta sunnudag fær að launum að ákveða titilinn (og þ.a.l. innihald) á næsta blogginnleggi mínu.
sunnudagur, 20. júlí 2008
sunnudagur, 13. júlí 2008
Sunnudagspredikun
Er baktal siðblinda?
Friðþjófur, Þrándur og Gómez virðast vera góðar vinir. Kvöld eitt sitja þeir við kaffidrykkju heima hjá Þrándi:
Friðþjófur, Þrándur og Gómez virðast vera góðar vinir. Kvöld eitt sitja þeir við kaffidrykkju heima hjá Þrándi:
Friðþjófur: ... og þá starði hann á mig og muldraði einhverja vitleysu. Og hvað haldiði að ég hafi sagt?Hver kannast ekki við þessar aðstæður? Baktal er heilbrigð tjáning á platónskri ást. Best væri að líkja því við hárbeittan hníf sem má nota til að tálga listaverk úr tré eða skera fitu af kjöti. Á sama hátt má nota hann sem lélegan tjaldhæl eða ómögulegt kökukefli. Það krefst mikillar natni að beita baktalinu rétt og sé ekki farið að með gát, er hætta á stórslysi. Þrándur brást við með óheilindum og galt með pínlegum aðstæðum. Hvernig hefði Gómez brugðist við sömu aðstæðum?
Gómez og Þrándur: Hvað sagðirðu, Friðþjófur?
F: Ég sagði bara: Hey þú, hefurðu einhvern tíma lesið Proust í flugvél?
G og Þ: HAHAHAHAHAHA!!!
F: He he, talandi um Proust, ég þarf að bregða mér á snyrtinguna.
Friðþjófur yfirgefur herbergið
Þ: Úff, ég er alveg búinn að fá nóg af þessum manni.
G: Segjum tveir.
Þ: Hann er svo ótrúlega ánægður með sjálfan sig og svo hrækir hann þegar hann talar og lyktar eins og harðfiskur.
G: Já, og hefurðu séð neglurnar á honum? Það mætti halda að hann kynni ekki að nota naglaþjöl.
Þ: Já, og svo talar hann alltaf svo illa um útlendinga og fatlaða. Fyrst hélt ég að hann væri bara að grínast, en ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega að hann skuli vitna svona oft og nákvæmlega í Mein Kampf.
G: Einmitt. Og svo er eins og hann viti ekki að steypireyður sé kvenkynsorð. Hefurðu heyrt hann beygja það?
Þ: Ég er líka búinn að fá nóg af öllum þessum fáránlegu afsökunum. Eins og það, hvernig hann er alltaf að afsaka marblettina á kærustunni sinni.
G: Já, nákvæmlega, og svo sorterar hann ekki geisladiskana sína. Þeir eru ekki einu sinni í stafrófsröð.
Þ: Það fer líka ótrúlega í taugarnar á mér að hann skuli koma í heimsókn til mín, til þess eins að hitta systur mína. Hún er bara tólf ára!
Friðþjófur birtist skyndilega í dyragættinni.
Þ: Ööö ... og svo fór ég í Ikea.
G: Nú, er það?
Þ: Já.
G: Hvað keyptirðu?
Þ: Ekki neitt.
G: Ekkert? Ekki einu sinni kerti?
Þ: Jú, auðvitað keypti ég kerti, þarf nú varla að taka það fram. Og servíettur náttúrulega.
Friðþjófur stendur ennþá í dyragættinni, neðri vörin titrar og stakt tár rennur niður kinnina. Pínlegt.
G: Og hefurðu lyktað af hárinu hans? Hann notar eplasjampó!Best hefði þó verið að segja sannleikann:
Friðþjófur birtist skyndilega í dyragættinni.
G: Og þá tókst okkur loksins að stöðva blæðinguna og læknirinn reif af sér hvíta jakkann sinn og sagðist aldrei aftur ætla að lækna fólk og kastaði jakkanum í eldinn. Ég hafði gubbað svolítið í munninn en tókst að gleypa það rétt áður en hún kyssti mig en það kom einhver svipur á hana. Ó, ertu kominn aftur? Eigum við að fara að koma okkur?
Þ: Já, við þurfum að flýta okkur.
F (ringlaður): Ha? Hvað voruð þið að tala um? Fara hvert?
G: Hvert? Til Kasmír! Við ætlum að finna hina dularfullu borg, Shangri-la!
Þ og G og F: Hinir þróttmiklu þrír ætla til Shangri-la!
Þeir stökkva allir í loft upp og smella lófum að hætti Hinna þróttmiklu þriggja.
Friðþjófur stendur í dyragættinni. Þögnin í herberginu er þrúgandi. Ekkert heyrist nema lágt kjökur og hundsgelt einhvers staðar í fjarskanum. Tárin streyma niður vangana og horið seytlar löturhægt úr nösunum.Látið þetta ykkur að kenningu verða. Sannleikurinn sigrar siðblindu. Góðar stundir.
Þ: Mér þykir það leitt, en við höfum haft áhyggjur af þessu ansi lengi.
G: Það er ekki of seint fyrir þig að leita hjálpar.
Þ: Við hefðum átt að bjóða fram aðstoð okkar. Við erum jú bestu vinir þínir.
F (sýgur upp í nefið, snöktar): Ég hef reynt að fela þetta svo lengi fyrir ykkur. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta.
Þ: Svona, svona, þetta á allt eftir að lagast. Við munum hjálpa þér. Er það ekki, Gómez?
G: Jú, auðvitað. Sækýr beygist eins og kýr. Til sækýr, ekki sækúar. Ekki snýta þér í ermina.
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Cthulhu er minn! Öfundið mig!
They were not composed altogether of flesh and blood. They had shape...but that shape was not made of matter. When the stars were right, They could plunge from world to world through the sky; but when the stars were wrong, They could not live. But although They no longer lived, They would never really die. They all lay in stone houses in Their great city of R'lyeh, preserved by the spells of mighty Cthulhu for a glorious resurrection when the stars and the earth might once more be ready for Them.
That is not dead which can eternal lie.
- And with strange æons even death may die.
H.P. Lovecraft
Erum við dæmd til að vera hallærisleg?
Hvað er svalt? Geta Íslendingar nokkurn tíma verið raunverulega svalir? Ég hef aldrei heyrt Íslending viðurkenna að sér þætti annar Íslendingur svalur. Þegar ég heyri íslenskan lagatexta þar sem söngvarinn reynir að sannfæra mig um að hann sé harður karl og svaka töff, ranghvolfi ég augunum. Sumt er ekki hægt að segja nema í kaldhæðnistón. Þetta virðast flestir gera sér grein fyrir.
Móri var fyrsti íslenski glæparapparinn. Hans textar fjölluðu ekki um erfiðan uppvöxt í gettói efra Breiðholts, heldur grínaðist hann með línur eins og:
Myndi fólk gera í buxurnar af hræðslu?
Einhverjir myndu sennilega hneykslast og heimta ritskoðun.
En myndu ekki flestir hlæja sig máttlausa?
Af hverju eru N.W.A. þá svona ótrúlega svalir? Liggur það í tungumálinu? Er íslenskan ófær um að tjá nokkuð svalt? Er það þess vegna sem táningar slá um sig með bandarísku gettóslangri (dæmi: no doubt, word up to tha spites, bling in tha zimzallabim, flipz 'n slipz, okeydokey wit da hokeyblokey og ýmislegt í þeim dúr)?
Hér er forvitnilegt samtal þar sem Stephen Fry tekur fyrir svipaða spurningu: Ef Hitler hefði verið enskur, hefði honum þá tekist að æsa upp Englendinga með lýðskrumi sínu? Býður enskan upp á dramatík af hans sort, eða er hún of kaldhæðin?
Móri var fyrsti íslenski glæparapparinn. Hans textar fjölluðu ekki um erfiðan uppvöxt í gettói efra Breiðholts, heldur grínaðist hann með línur eins og:
Aldrei framar mun ég bera hlekkiHvað myndi gerast ef raunverulegir glæpamenn myndu fjalla um sína glæpi á opinskáan hátt, án nokkurar kímni eða kaldhæðni? Hvað myndi gerast ef Franklín Steiner, Sólbaðsstofuræninginn og Kalli Bjarni hefðu gert eitthvað á þessa leið:
Ég einfaldlega get það ekki
Myndi fólk gera í buxurnar af hræðslu?
Einhverjir myndu sennilega hneykslast og heimta ritskoðun.
En myndu ekki flestir hlæja sig máttlausa?
Af hverju eru N.W.A. þá svona ótrúlega svalir? Liggur það í tungumálinu? Er íslenskan ófær um að tjá nokkuð svalt? Er það þess vegna sem táningar slá um sig með bandarísku gettóslangri (dæmi: no doubt, word up to tha spites, bling in tha zimzallabim, flipz 'n slipz, okeydokey wit da hokeyblokey og ýmislegt í þeim dúr)?
Hér er forvitnilegt samtal þar sem Stephen Fry tekur fyrir svipaða spurningu: Ef Hitler hefði verið enskur, hefði honum þá tekist að æsa upp Englendinga með lýðskrumi sínu? Býður enskan upp á dramatík af hans sort, eða er hún of kaldhæðin?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)