Flestum er eflaust kunnugt að mér hefur fæðst sonur. Sá er enn nafnlaus og ekki að ástæðulausu. Það hefur gengið heldur brösulega að finna viðeigandi nafn fyrir svo myndarlegan dreng. Þrátt fyrir það hef ég verið óþrjótandi uppspretta magnaðra nafna sem hafa umhugsunarlaust verið skotin í kaf. Þess vegna hef ég ákveðið að deila nokkrum tillögum með ykkur, svo þau falli ekki í ónot.
Í fyrstu reyndi ég að selja nöfn sem bera með sér mikilmennsku og gerfileik en voru að sama skapi alþjóðleg:
Maximillian Antonius Guðmundsson
Æschylos Guðmundsson
Kreator Guðmundsson
Wolfgang Herbert von Djupvik Guðmundsson
Þetta þótti víst of útlenskt, þannig að ég sneri mér til norrænnar hefðar og skeytti lýsingum inn í nöfnin:
Grímur hinn grái Guðmundsson
Reginn loðni Guðmundsson
Svarti-Hrólfur Guðmundsson
Brynjar eineygði Guðmundsson
Svo var Dagmar líka úr sögunni, enda er það kvenmannsnafn. Ég fékk það endanlega staðfest þegar ég kynnti mér sögu þess, en það varð til í Danmörku einhvern tíma á miðöldum. Þá hafði danski kóngurinn kvænst tékkneskri prinsessu sem hét Dragomir (sem ég hefði haldið að væri karlmannsnafn). Danska hirðin og almenningur gátu hins vegar ekki borið fram þetta nafn, slátruðu því gjörsamlega, þannig að úr varð: Dagmar. Þá varð Dragomir reið:
Annars voru það ótal flott nöfn sem féllu í valinn. Snákaþemað kom einhvern veginn aldrei til greina þannig að eitursvöl nöfn eins og Cató Cobra Guðmundsson og Anaconda Guðmundsdóttir munu aldrei líta dagsins ljós. Önnur þemu sem ekki komu til greina:
Klassísk Rokklög (Eina lagið sem ég þekki sem tengist mínu nafni er Gvendur á eyrinni-hversu glatað er það? Hversu svalt væri að eiga sitt eigið lag sem bæri frábærum smekk foreldrana vitni? Suzanne Guðmundsdóttir, Vera Lynn Guðmundsdóttir, Eliza Day Guðmundsdóttir, Layla Guðmundsdóttir, Cocaine Guðmundsson, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band Guðmundsson)
Vélmenni (G-Unit 2.0)
Manowar (Son of Steel Guðmundsson)
Það verður spennandi að sjá hvað loksins hlýtur náð fyrir þessum dómstólum meðalmennskunnar. Ætli Jón Jónsson Guðmundsson sé of róttækt?
Annars dreymdi mig reyndar fyrir nokkrum vikum, að nafnið ætti að vera Malastnenín. Ég held að það myndi passa jafn vel fyrir stráka og stelpur. Kannski ekki jafn vel fyrir lesblinda.
Aukapæling: Hvernig skyldi það vera að leita að myndum af "ugly woman" á Google og sjá kærustuna sína birtast meðal fimm fyrstu niðurstaðnanna?
Aukaaukapæling: Niðurstöðurnar fallbeygjast asnalega.
þriðjudagur, 21. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
En hvad med nöfn eins og
Sleggjan
Naglinn
Bassinn
Byssan
Tuddinn
Ruddinn
Gammurinn
...og fleira í teim dúr. Kom tad aldrei til greina?
Kötturinn?
Ríkardur Spardamjöll Gudmundsson
Nei, slepptu tessu Spardamjöll-nafni. Tad er ekki gott.
En hvad med nútímanöfn?
Atli Saer Gudmundsson
Hnikarr Dór Gudmundsson
Neisti Fumi Gudmundsson
Angóra (og ekkert meira en tad)
Sandur Páll Gudmundsson
Tandri Blaer Gudmundsson
Litur Brandur Gudmunsson
Hannes Ari Gudmundsson (hahaha, fáránlegt nafn)
En nota áttirnar? Austur Gudmundsson. Eda fiskanöfn? Kolmuni Gudmundsson. Eda Eidur Smári Gudmundsson.. Tad er af nógu ad taka.
Skrifa ummæli