Móri var fyrsti íslenski glæparapparinn. Hans textar fjölluðu ekki um erfiðan uppvöxt í gettói efra Breiðholts, heldur grínaðist hann með línur eins og:
Aldrei framar mun ég bera hlekkiHvað myndi gerast ef raunverulegir glæpamenn myndu fjalla um sína glæpi á opinskáan hátt, án nokkurar kímni eða kaldhæðni? Hvað myndi gerast ef Franklín Steiner, Sólbaðsstofuræninginn og Kalli Bjarni hefðu gert eitthvað á þessa leið:
Ég einfaldlega get það ekki
Myndi fólk gera í buxurnar af hræðslu?
Einhverjir myndu sennilega hneykslast og heimta ritskoðun.
En myndu ekki flestir hlæja sig máttlausa?
Af hverju eru N.W.A. þá svona ótrúlega svalir? Liggur það í tungumálinu? Er íslenskan ófær um að tjá nokkuð svalt? Er það þess vegna sem táningar slá um sig með bandarísku gettóslangri (dæmi: no doubt, word up to tha spites, bling in tha zimzallabim, flipz 'n slipz, okeydokey wit da hokeyblokey og ýmislegt í þeim dúr)?
Hér er forvitnilegt samtal þar sem Stephen Fry tekur fyrir svipaða spurningu: Ef Hitler hefði verið enskur, hefði honum þá tekist að æsa upp Englendinga með lýðskrumi sínu? Býður enskan upp á dramatík af hans sort, eða er hún of kaldhæðin?
4 ummæli:
djöfull er þetta gott lag
Sammála. Þetta er alvöru. Ekki einhver froða eins og tíðkast nú til dags. Þeir eru ekki klæddir í dýrustu tískumerkin og hafa ekki eitt einasta bling um hálsinn né á höndunum. Þetta eru bara crazy muthafuckas from tha street.
þeir eru líka svartir
það er alltof auðvelt að vera kúl ef maður er svartur....
eazy-e er fokking nettur gæji
Easy-E er the brotha who's gonna smotha yo motha.
Skrifa ummæli