Þá er það ljóst, Hannes er sigurvegari seinustu þriðjudagsgátu fyrir þær sakir einar, að hann tók þátt. Vonandi næ ég að leggja inn sigurinnlegg þarseinustu gátu áður en ég fer til Þrándheims á föstudagsmorgun. Hannes er beðinn forláts af þeim sökum.
Seinasta gáta var svo hlægilega einföld, að ég er hneykslaður, móðgaður og blengdur yfir þessari dræmu þátttöku. Hér eru dæmi um þær tengingar sem hægt hefði verið að nefna. Takið eftir, að þetta eru allra augljósustu tengingarnar, það sem blindur maður hefði séð með bæði augun lokuð:
Manowar-Ozzy Osbourne:
1. Gítarleikari Ozzys lítur svolítið út eins og Eomar (Jómar) úr Lord of the Rings 2.
2. Fyrrum gítarleikari Ozzys, Randy Rhoads leit svolítið út eins og álfur.
3. Eric Adams og Joey DiMayo úr Manowar kynntust þegar þeir voru rótarar fyrir Black Sabbath.
Ozzy-Black Sabbath:
1. Ozzy var söngvarinn í Black Sabbath. Frekar augljóst.
Black Sabbath-Pantera:
1. Lagið sem Pantera spilar í myndbandinu (Planet Caravan) var upprunalega BS lag.
Pantera - The Beatles:
1. John Lennon og Dimebag Darrell voru báðir skotnir til bana.
The Beatles - Dolly Parton
1. Þetta var meira tilraun. Mig langaði að sjá hvað fólk myndi leggja til. Þá bjóst ég náttúrulega við einhverri þáttöku. Ég var ungur og saklaus.
Dolly Parton - Nine Inch Nails
1. Sama hér
Nine Inch Nails - Marilyn Manson
1. Þessi var svo fáránlega einföld. Marilyn Manson spilar á gítar í NIN myndbandinu og syngur með. Halló!
2. Trent Reznor uppgötvaði MM, kom honum á kortið, pródúseraði tvær af fyrstu plötunum hans.
3. Myndbandið var tekið upp í húsi Sharon Tate, fyrrum eiginkonu Romans Polanskis, þar sem hún var myrt af fylgismönnum Charles Mansons.
Marilyn Manson - Outkast
1. Myndband MMs er greinilega byggt á smásögunni The Lottery eftir Shirley Jackson, sem hefur sennilega verið kölluð Ms. Jackson og einhver hefur örugglega beðið hana afsökunar og reynt að sannfæra hana um að hann væri raunverulegur.
Til hamingju Hannes. Þú vannst þessa ofmetnu keppni.
Vindum okkar umsvifalaust í næstu gátu, en hún er á þessa leið:
Sögnin að tippa er ekki dónaleg. Sögnin að tippa einhvern, er hins vegar dónaleg.
Í þessari gátu fær hver keppandi þrjár tilraunir (tippraunir? (hljómar mjög sársaukafullt)) til að tippa seinasta spilunarlista:
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
Þið eigið sem sagt að giska hver útkoman yrði ef þessi lög væru látin keppa um hylli mína:
1, X eða 2.
Eftir hverja ágiskun mun ég upplýsa hversu mörg tippi voru rétt hverju sinni. Að auki mun ég upplýsa hversu margar ágiskanir voru réttar, án þess að taka fram hverjar nákvæmlega. Nú vil ég sjá fleiri keppendur taka þátt. Það er hægt að vinna þetta með því einu að giska. Kommon, tippið, tippið, tippið. Og þið hin líka.
100 aukastig verða gefin fyrir hvern tippabrandara. Ég er kominn með 300 tippi, ég meina stig. Ég meina 400.
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
21 comments:
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
1. 1
2. 2
3. 1
4. 2
5. 1
6. 2
7. x
8. 1
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
1. 2
2. 1
3. 1
4. 1
5. 1
6. 2
7. 2
8. 1
Jæja, þá er ég kominn aftur frá Þrándheimi og er dolfallinn yfir þessari öflugu þátttöku.
Hannes kemur sterkur inn með fimm rétta og Gúlla þrjá.
Það er allt galopið enn, stærðfróðir geta eflaust notað þessar upplýsingar og búið til einhvers konar reiknifylki eða líkindabákn sem gæti spáð fyrir mögulegum lausnum. Hinir verða bara að giska.
Ég vil einnig minna á að það eru ófá stig eftir í tippabrandarapottnum þannig að það er bara að láta allt flakka.
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
1. 1
2. 2
3. 1
4. 2
5. 1
6. 2
7. 2
8. 2
Ég veit eigilega ekki hvar ég á að byrja með þessa tippabrandara. Það kemur alla vega ekkert sérstaklega mikið á óvart að Guðný Gúlla hafi fengið lægri einkunn fyrir tippið sitt en Hannes (þó að það veki óneitanlega upp nokkrar spurningar).
Annars verð ég að viðurkenna að ég skoðaði aðeins við tippið hans Hannesar áður en ég slengdi fram mínu tippi. Þar sem ég þekkti ekki mikið af þessum lögum, hugsaði sem svo að tippið hans gæti kannski bent mér í réttu áttina.
Gáta: Hvað eiga Ingibjörg Sólrún og Condelezza Rice sameiginlegt?
Það er nú einu sinni kosturinn við Radioninja, maður þarf ekki að þekkja lögin, maður getur hlustað á þau í tölvuviðtækinu og dæmt sjálfur.
Það er ekki hátt risið á tippinu þínu, bara fjórir réttir. En þú bætir þér það upp með 300 aukastigum. Ég leiði enn með 500.
Til þess að svara gátu nafnslauss:
Þær eru hvor um sig með myspace-síðu þar sem þemalag beggja er Foxy Lady.
Önnur tilgáta:
Þær voru báðar í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í gler- og naglaáti 1974.
Önnur tilgáta:
Þær hafa báðar startað hárgreiðslutrendi meðal karla.
Enn ein tilgáta:
Þær voru saman í stúlknasveitinni The Sublimes, sem gerði ábreiður af gömlum Supremes-lögum.
Þær hafa báðar barist fyrir því að merkið fyrir karlaklósett eigi að hafa tippi, til að forðast allan misskilning.
Þær eru jafnöldrur Madonnu (athugið Wikipedia), jafnháar, jafnþungar (u.þ.b.) og nota sömu brjósthaldarastærð allar þrjár.
Þær eru bræður.
http://www.youtube.com/watch?v=m6qTyDFtLEU&feature=related
Svar við gátu: Þó þær virki eins og svart og hvítt eiga þær það sameiginlegt að þær eru báðar Utanríkisráðherrar þjóða sinna.
halló
halló
halló aftur
halló aftur
guðmundur jón
explain yourself
Halló, allir.
Skrifa ummæli