miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Þriðja Þriðjudagsgátan

Til hamingju Hannes the Kid Rocker, þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu. Svarið var:

Kid Rock (ullabjakk!) og Billie Jean (gott lag en hefur þó aldrei verið mitt uppáhaldslag).

Þú hefur þess vegna hlotið aðalverðlaunin, en það er titill næsta innleggs.

Enginn reyndi þó alvarlega við aukaspurninguna og falla stigin þúsund þess vegna í minn skaut.

Svarið við henni er hlægilega einfalt:

Speglunin sem tengir Kid Rock og Michael Jackson, en skilur þá jafnframt að:

Kid Rock er "tónlistar"maður, Mikjáll er tónlistar"maður".


Ósköp einfalt og eflaust sitja margir eftir með sárt ennið. Sér í lagi þeir sem lömdu höfðinu í lyklaborðið í örvæntingu.

En víkjum okkur umsvifalaust að næstu gátu. Hún er á þessa leið:

Hér fyrir neðan er haganlega samansettur spilunarlisti. Hvert lag tengist laginu á undan og eftir (sum á fleiri en einn vegu). Sumar tengingarnar eru augljósar, aðrar lúmskari, enn aðrar djöfullegar. Ég tek það fram að maður þarf ekki að vera popprokkfróður til að ná árangri í þessari þraut, það skiptir miklu að lesa í sjónrænu vísbendingarnar og sumt þarf sennilega að gúgla.

Svarliðirnir eru sem sagt átta, þ.e.a.s. hvernig tengist lag 1 við lag 2, lag 2 við lag 3 og þannig koll af kolli.

ATH. að þegar maður skammstafar athugið notar maður bara einn punkt. Að auki skal athuga að hver liður gæti haft fleiri en eina tengingu.

Sá/sú vinnur sem finnur flestar tengingar.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Þau eru þau sömu og alltaf.



6 ummæli:

Jói Ben sagði...

Þetta er svo erfið gáta maður. Alla vega fyrir mig, sem er ekki jafn mikill rokkari og þú. Hef ekki hlustað á neitt þessara laga að ráði áður.

Ég held að eini maðurinn sem eigi séns á að svara þessu sé Þorvaldur (og kannski mögulega Hannes the Kid Rocker), en hann er ekki mikið að kommenta hér. Ég gef þetta frá mér..

Guðmundur Jón sagði...

Hvaða vitleysa. Þetta var hannað með það að leiðarljósi, að hver sem er gæti tekið þátt. Maður þarf ekki að hafa vit á einu eða neinu, skoðaðu bara myndböndin, vísbendingarnar eru allar í þeim. Svona nokkurn veginn. Maður þarf heldur ekki að vera rokkfróður til að sjá tenginguna milli Bítlanna og Dolly Parton.

Langar engan að sigra þessa keppni, það er sumar tengingarnar sem eru svo fáránlega augljósar, að ég er nánast að gefa frá mér stigin.

Nafnlaus sagði...

ozzy var söngvarinn í black sabbath

og marilyn manson er outcast

Guðmundur Jón sagði...

Til hamingju! Eitt stig. Ozzy var söngvari Black Sabbath.

Nafnlaus sagði...

söngvarinn og bassaleikarinn í manowar voru rótarar í black sabbath og þannig tengast þeir ozzy


dolly parton coveraði help! með bítlunum

Guðmundur Jón sagði...

Hannes 2, heimur 0