þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Þriðjudagsgátan

Til hamingju Jóhannes.

Þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu, með hinu ágæta giski: Krullhærðu gítarhetjurnar.

Rétt svar var: Gítarhetjur með svart, krullað hár.

Þess vegna færð þú að ákveða titil næsta innleggs.

En vindum okkur strax í næstu gátu:

Seinustu þrjú árin hef ég átt mér mörg uppáhaldslög og hef ég sett nokkur þeirra saman í lista. Raðið þessum sextán lögum í rétta tímaröð, þ.e.a.s. þá röð sem þau lentu í uppáhaldi:





Smá grín.

Þriðjudagsgátan er á þessa leið:

Á þessum lagalista er að finna tvö lög sem hafa ekki verið meðal uppáhaldslaga minna seinustu þrjú árin. Nefnið þau.

Verðlaunin eru þau sömu og áður. Sigurvegarinn fær að nefna næsta blogginnlegg mitt.

Aukaliður: Í þessum tveim lögum er að finna merkilegan dúalisma, ákveðna speglun, eitthvað sem tengir lögin en skilur þau jafnframt að. Sá/sú sem getur bent á hana fær 1000 stig sem má nota að vild.

Hver keppandi hlýtur fjórar tilraunir. Góða skemmtun.

17 ummæli:

Jói Ben sagði...

Húrra! Ég fæ að ráða fyrirsögninni á næsta innleggi þínu. Það skal heita:

Í þessari bloggfærslu mun ég segja frá stærsta leyndarmál lífs míns. Í alvöru, ég er ekki að djóka! Þetta byrjaði árið 1997 og fyrst um sinn afneitaði ég því. Svo tók ég sjálfan mig í sátt og hef lifað með leyndarmálinu síðan þá. Hér kemur leyndarmálið: Stundum klæði ég klaufdýr (þá aðallega hesta og kýr) í nærföt af sjálfum mér og læt eins og þau séu ég og ávarpa þau með nafninu mínu og spyr hvað í veröldinni þau séu að gera hér í fjósinu um miðjan dag og hvers vegna þau séu ekki í vinnunni. Oseisei, oseisei... - Vá hvað mér líður vel að hafa loksins létt af hjarta mínu! Ég er loksins frjáls! Loksins!! Takk Allah :)

Nafnlaus sagði...

ég segi

Cat Stevens - The first cut is the deepest

og

Bauhaus - She's in Parties

hvað eiga þau sameiginlegt?....Cat Stevens skipti yfir í múhameðstrú og það gerði Peter Murphy söngvari Bauhaus líka...

Jói Ben sagði...

Þessi lög sökka (geta þ.a.l. ekki verið í uppáhaldi). Ég skýt á þau:

1. Placebo
2. Kid Rock

Guðmundur Jón sagði...

Rangt og rangt (blikkandi broskall)

Guro sagði...

Eg segi Kid Rock og Ministry.

Þad fyrsta er ekki inni á iTunes hjá okkur, og getur þess vegna ekki verið mikið hlustað á. Hitt er bara ekkert merkilegt.

Nafnlaus sagði...

skinny puppy og kid rock

Guðmundur Jón sagði...

Rangt og rangt. Finnst fólki vera kominn tími á vísbendingu?

Jói Ben sagði...

Já. Vísbending væri vel þegin.

Guðmundur Jón sagði...

Kid Rock er viðbjóður. Dettur einhverjum í hug að ég myndi vilja hlusta á hann misþyrma gömlu Metallica lagi? Hafiði heyrt nýjasta lagið hans (Sweet Home Alabama-nauðgunina)? Þar gefur að heyra línurnar:

We were trying different things
And we were smoking funny things

Hann rímar sem sagt things með things. Þannig að nei, Kid Rock hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Nafnlaus sagði...

ok michael jackson og kid rock

afþví að það er lengra síðan þú fílaðir billie jean

Jói Ben sagði...

Arg...! Billie Jean átti að vera næsta ágiskun mín, með sama rökstuðningi.

Jói Ben sagði...

Annars ætla ég að giska líka á Vaya con Dios (auk Kid Rock). Það er eiginlega eina lagið á listanum sem ég gat ekki undir nokkrum kringumstæðum ímyndað mér að þú myndir syngja með þegar þú værir með það í eyrunum.

Guðmundur Jón sagði...

Til hamingju Hannes!

Billie Jean hefur mér þótt ótrúlega gott lag nánast alla mína ævi, en það hefur aldrei verið uppáhaldslagið mitt á neinum tímapunkti.

Þú hlýtur þar með verðlaun vikunnar. Aukastigin þúsund eru þó enn í boði:

Hvað tengir þessa flytjendur, en skilur þá jafnframt að? Í hverju felst speglunin?

Svarið kemur á morgun.

Nafnlaus sagði...

sweet home alabama lagið hans er á plötu sem heitir Rock n Roll Jesus

Guðmundur Jón sagði...

Það er náttúrulega dæmigert af þessum mannandskota að stela viðurnefninu þínu. Hvað ætlarðu að gera í málinu?

Jói Ben sagði...

Nú spyr sá sem ekki veit: Hvort er viðurnefnið Hannes Rock eða Kid Hannes?

P.s.
Þakka þér fyrir drengilega keppni, Hannes. Ég mun vinna þá næstu.

Nafnlaus sagði...

það er Hannes the kid


svo líka Rock n roll Jesus