Þá er það ljóst, Hannes er sigurvegari seinustu þriðjudagsgátu fyrir þær sakir einar, að hann tók þátt. Vonandi næ ég að leggja inn sigurinnlegg þarseinustu gátu áður en ég fer til Þrándheims á föstudagsmorgun. Hannes er beðinn forláts af þeim sökum.
Seinasta gáta var svo hlægilega einföld, að ég er hneykslaður, móðgaður og blengdur yfir þessari dræmu þátttöku. Hér eru dæmi um þær tengingar sem hægt hefði verið að nefna. Takið eftir, að þetta eru allra augljósustu tengingarnar, það sem blindur maður hefði séð með bæði augun lokuð:
Manowar-Ozzy Osbourne:
1. Gítarleikari Ozzys lítur svolítið út eins og Eomar (Jómar) úr Lord of the Rings 2.
2. Fyrrum gítarleikari Ozzys, Randy Rhoads leit svolítið út eins og álfur.
3. Eric Adams og Joey DiMayo úr Manowar kynntust þegar þeir voru rótarar fyrir Black Sabbath.
Ozzy-Black Sabbath:
1. Ozzy var söngvarinn í Black Sabbath. Frekar augljóst.
Black Sabbath-Pantera:
1. Lagið sem Pantera spilar í myndbandinu (Planet Caravan) var upprunalega BS lag.
Pantera - The Beatles:
1. John Lennon og Dimebag Darrell voru báðir skotnir til bana.
The Beatles - Dolly Parton
1. Þetta var meira tilraun. Mig langaði að sjá hvað fólk myndi leggja til. Þá bjóst ég náttúrulega við einhverri þáttöku. Ég var ungur og saklaus.
Dolly Parton - Nine Inch Nails
1. Sama hér
Nine Inch Nails - Marilyn Manson
1. Þessi var svo fáránlega einföld. Marilyn Manson spilar á gítar í NIN myndbandinu og syngur með. Halló!
2. Trent Reznor uppgötvaði MM, kom honum á kortið, pródúseraði tvær af fyrstu plötunum hans.
3. Myndbandið var tekið upp í húsi Sharon Tate, fyrrum eiginkonu Romans Polanskis, þar sem hún var myrt af fylgismönnum Charles Mansons.
Marilyn Manson - Outkast
1. Myndband MMs er greinilega byggt á smásögunni The Lottery eftir Shirley Jackson, sem hefur sennilega verið kölluð Ms. Jackson og einhver hefur örugglega beðið hana afsökunar og reynt að sannfæra hana um að hann væri raunverulegur.
Til hamingju Hannes. Þú vannst þessa ofmetnu keppni.
Vindum okkar umsvifalaust í næstu gátu, en hún er á þessa leið:
Sögnin að tippa er ekki dónaleg. Sögnin að tippa einhvern, er hins vegar dónaleg.
Í þessari gátu fær hver keppandi þrjár tilraunir (tippraunir? (hljómar mjög sársaukafullt)) til að tippa seinasta spilunarlista:
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
Þið eigið sem sagt að giska hver útkoman yrði ef þessi lög væru látin keppa um hylli mína:
1, X eða 2.
Eftir hverja ágiskun mun ég upplýsa hversu mörg tippi voru rétt hverju sinni. Að auki mun ég upplýsa hversu margar ágiskanir voru réttar, án þess að taka fram hverjar nákvæmlega. Nú vil ég sjá fleiri keppendur taka þátt. Það er hægt að vinna þetta með því einu að giska. Kommon, tippið, tippið, tippið. Og þið hin líka.
100 aukastig verða gefin fyrir hvern tippabrandara. Ég er kominn með 300 tippi, ég meina stig. Ég meina 400.
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
sunnudagur, 17. ágúst 2008
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Þriðja Þriðjudagsgátan
Til hamingju Hannes the Kid Rocker, þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu. Svarið var:
Kid Rock (ullabjakk!) og Billie Jean (gott lag en hefur þó aldrei verið mitt uppáhaldslag).
Þú hefur þess vegna hlotið aðalverðlaunin, en það er titill næsta innleggs.
Enginn reyndi þó alvarlega við aukaspurninguna og falla stigin þúsund þess vegna í minn skaut.
Svarið við henni er hlægilega einfalt:
Speglunin sem tengir Kid Rock og Michael Jackson, en skilur þá jafnframt að:
Kid Rock er "tónlistar"maður, Mikjáll er tónlistar"maður".
Ósköp einfalt og eflaust sitja margir eftir með sárt ennið. Sér í lagi þeir sem lömdu höfðinu í lyklaborðið í örvæntingu.
En víkjum okkur umsvifalaust að næstu gátu. Hún er á þessa leið:
Hér fyrir neðan er haganlega samansettur spilunarlisti. Hvert lag tengist laginu á undan og eftir (sum á fleiri en einn vegu). Sumar tengingarnar eru augljósar, aðrar lúmskari, enn aðrar djöfullegar. Ég tek það fram að maður þarf ekki að vera popprokkfróður til að ná árangri í þessari þraut, það skiptir miklu að lesa í sjónrænu vísbendingarnar og sumt þarf sennilega að gúgla.
Svarliðirnir eru sem sagt átta, þ.e.a.s. hvernig tengist lag 1 við lag 2, lag 2 við lag 3 og þannig koll af kolli.
ATH. að þegar maður skammstafar athugið notar maður bara einn punkt. Að auki skal athuga að hver liður gæti haft fleiri en eina tengingu.
Sá/sú vinnur sem finnur flestar tengingar.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Þau eru þau sömu og alltaf.
Kid Rock (ullabjakk!) og Billie Jean (gott lag en hefur þó aldrei verið mitt uppáhaldslag).
Þú hefur þess vegna hlotið aðalverðlaunin, en það er titill næsta innleggs.
Enginn reyndi þó alvarlega við aukaspurninguna og falla stigin þúsund þess vegna í minn skaut.
Svarið við henni er hlægilega einfalt:
Speglunin sem tengir Kid Rock og Michael Jackson, en skilur þá jafnframt að:
Kid Rock er "tónlistar"maður, Mikjáll er tónlistar"maður".
Ósköp einfalt og eflaust sitja margir eftir með sárt ennið. Sér í lagi þeir sem lömdu höfðinu í lyklaborðið í örvæntingu.
En víkjum okkur umsvifalaust að næstu gátu. Hún er á þessa leið:
Hér fyrir neðan er haganlega samansettur spilunarlisti. Hvert lag tengist laginu á undan og eftir (sum á fleiri en einn vegu). Sumar tengingarnar eru augljósar, aðrar lúmskari, enn aðrar djöfullegar. Ég tek það fram að maður þarf ekki að vera popprokkfróður til að ná árangri í þessari þraut, það skiptir miklu að lesa í sjónrænu vísbendingarnar og sumt þarf sennilega að gúgla.
Svarliðirnir eru sem sagt átta, þ.e.a.s. hvernig tengist lag 1 við lag 2, lag 2 við lag 3 og þannig koll af kolli.
ATH. að þegar maður skammstafar athugið notar maður bara einn punkt. Að auki skal athuga að hver liður gæti haft fleiri en eina tengingu.
Sá/sú vinnur sem finnur flestar tengingar.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Þau eru þau sömu og alltaf.
mánudagur, 11. ágúst 2008
Í þessari bloggfærslu mun ég segja frá stærsta leyndarmál lífs míns. Í alvöru, ég er ekki að djóka! Þetta byrjaði árið 1997 og fyrst um sinn...
...afneitaði ég því. Svo tók ég sjálfan mig í sátt og hef lifað með leyndarmálinu síðan þá. Hér kemur leyndarmálið: Stundum klæði ég klaufdýr (þá aðallega hesta og kýr) í nærföt af sjálfum mér og læt eins og þau séu ég og ávarpa þau með nafninu mínu og spyr hvað í veröldinni þau séu að gera hér í fjósinu um miðjan dag og hvers vegna þau séu ekki í vinnunni. Oseisei, oseisei... - Vá hvað mér líður vel að hafa loksins létt af hjarta mínu! Ég er loksins frjáls! Loksins!! Takk Allah :)
Þessa fyrirsögn samdi Jóhannes á hálftíma hér um daginn. Eins og flestum ætti að vera augljóst, er hann borgarbarn, alinn upp á mölinni, var látinn éta möl í morgunmat á hverjum degi í uppvexti sínum, velti sér upp úr mölinni í frímínútum og safnaði mölflugum. Tilvera hans var grá og eymdarleg, hann bjó í steinsteypublokk sem var ekki einu sinni máluð, hún var bara steinsteypugrá og gluggalaus. Það voru ekki einu sinni herbergi í henni, þetta var í raun bara einn stór, steyptur kubbur sem hafði verið plantað í sandkassa.
Þess vegna er það ekki svo skrítið að Jóhannes haldi að hestar séu klaufdýr. Eini hesturinn í lífi hans var mynd af einhyrningi sem hékk yfir skrifborði hans í gluggalausri skrifstofubyggingu þar sem hann stritaði við að framleiða einhæfar vaxlitamyndir af fjölskyldu sinni og gæludýrum. Á mölinni kallast slíkur vinnustaður leikskóli. Þessi einhyrningur hafði fjólublátt glimmerfax og klofna hófa. Jóhannes gaf honum nafnið Falluspóní.
Þessi langi titill minnti mig á bókina Saga af sæháki sem rak í tíu daga á fleka, án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kysstur af fegurðardísum, auglýsingamennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eilífð eftir Gabríel Garcia Marquez. Ekki er leiðum að líkjast, enda var Gabríel Garcia (eða Gabe, eins og vinir hans kölluðu hann) meistari hinna lokkandi titla. Þekktastir þeirra eru án efa Hundrað ára einsemd, Ástin á tímum kóleru og Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu. Allt eru þetta mjög lokkandi bókanöfn. Maður vill umsvifalaust vita meira.
Það er hins vegar ekki hægt að segja um titil þessarar greinar.
Eiginlega er því öfugt farið. Maður vill helst ekki lesa meira. Þess vegna hef ég þetta ekki lengra og óska Jóhannesi til hamingju með sigurinn, sem honum er frjálst að gorta af í eitt ár og einn dag. Það verður árið 1989 og dagurinn verður næsti aðfangadagur.
Þessa fyrirsögn samdi Jóhannes á hálftíma hér um daginn. Eins og flestum ætti að vera augljóst, er hann borgarbarn, alinn upp á mölinni, var látinn éta möl í morgunmat á hverjum degi í uppvexti sínum, velti sér upp úr mölinni í frímínútum og safnaði mölflugum. Tilvera hans var grá og eymdarleg, hann bjó í steinsteypublokk sem var ekki einu sinni máluð, hún var bara steinsteypugrá og gluggalaus. Það voru ekki einu sinni herbergi í henni, þetta var í raun bara einn stór, steyptur kubbur sem hafði verið plantað í sandkassa.
Þess vegna er það ekki svo skrítið að Jóhannes haldi að hestar séu klaufdýr. Eini hesturinn í lífi hans var mynd af einhyrningi sem hékk yfir skrifborði hans í gluggalausri skrifstofubyggingu þar sem hann stritaði við að framleiða einhæfar vaxlitamyndir af fjölskyldu sinni og gæludýrum. Á mölinni kallast slíkur vinnustaður leikskóli. Þessi einhyrningur hafði fjólublátt glimmerfax og klofna hófa. Jóhannes gaf honum nafnið Falluspóní.
Þessi langi titill minnti mig á bókina Saga af sæháki sem rak í tíu daga á fleka, án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kysstur af fegurðardísum, auglýsingamennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eilífð eftir Gabríel Garcia Marquez. Ekki er leiðum að líkjast, enda var Gabríel Garcia (eða Gabe, eins og vinir hans kölluðu hann) meistari hinna lokkandi titla. Þekktastir þeirra eru án efa Hundrað ára einsemd, Ástin á tímum kóleru og Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu. Allt eru þetta mjög lokkandi bókanöfn. Maður vill umsvifalaust vita meira.
Það er hins vegar ekki hægt að segja um titil þessarar greinar.
Eiginlega er því öfugt farið. Maður vill helst ekki lesa meira. Þess vegna hef ég þetta ekki lengra og óska Jóhannesi til hamingju með sigurinn, sem honum er frjálst að gorta af í eitt ár og einn dag. Það verður árið 1989 og dagurinn verður næsti aðfangadagur.
þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Þriðjudagsgátan
Til hamingju Jóhannes.
Þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu, með hinu ágæta giski: Krullhærðu gítarhetjurnar.
Rétt svar var: Gítarhetjur með svart, krullað hár.
Þess vegna færð þú að ákveða titil næsta innleggs.
En vindum okkur strax í næstu gátu:
Seinustu þrjú árin hef ég átt mér mörg uppáhaldslög og hef ég sett nokkur þeirra saman í lista. Raðið þessum sextán lögum í rétta tímaröð, þ.e.a.s. þá röð sem þau lentu í uppáhaldi:
Smá grín.
Þriðjudagsgátan er á þessa leið:
Á þessum lagalista er að finna tvö lög sem hafa ekki verið meðal uppáhaldslaga minna seinustu þrjú árin. Nefnið þau.
Verðlaunin eru þau sömu og áður. Sigurvegarinn fær að nefna næsta blogginnlegg mitt.
Aukaliður: Í þessum tveim lögum er að finna merkilegan dúalisma, ákveðna speglun, eitthvað sem tengir lögin en skilur þau jafnframt að. Sá/sú sem getur bent á hana fær 1000 stig sem má nota að vild.
Hver keppandi hlýtur fjórar tilraunir. Góða skemmtun.
Þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu, með hinu ágæta giski: Krullhærðu gítarhetjurnar.
Rétt svar var: Gítarhetjur með svart, krullað hár.
Þess vegna færð þú að ákveða titil næsta innleggs.
En vindum okkur strax í næstu gátu:
Seinustu þrjú árin hef ég átt mér mörg uppáhaldslög og hef ég sett nokkur þeirra saman í lista. Raðið þessum sextán lögum í rétta tímaröð, þ.e.a.s. þá röð sem þau lentu í uppáhaldi:
Smá grín.
Þriðjudagsgátan er á þessa leið:
Á þessum lagalista er að finna tvö lög sem hafa ekki verið meðal uppáhaldslaga minna seinustu þrjú árin. Nefnið þau.
Verðlaunin eru þau sömu og áður. Sigurvegarinn fær að nefna næsta blogginnlegg mitt.
Aukaliður: Í þessum tveim lögum er að finna merkilegan dúalisma, ákveðna speglun, eitthvað sem tengir lögin en skilur þau jafnframt að. Sá/sú sem getur bent á hana fær 1000 stig sem má nota að vild.
Hver keppandi hlýtur fjórar tilraunir. Góða skemmtun.
laugardagur, 2. ágúst 2008
Hvor myndi vinna, Batman eða Highlander?
Þetta blogg hefur eignast enn eina hetjuna, en það er Batman!
Hann hefur reyndar verið persónuleg hetja mín lengi, en með nýjustu mynd sinni hefur hann hlotið varanlegan heiðurssess í þessu bloggi. Máli mínu til stuðnings bendi ég á gamla grein um hið meinta góðmenni Móður Teresu.
Þessu bloggi hefur einnig áskotnast viðhafnarútgáfa af kvikmyndinni Highlander. Ber hún undirtitilinn The Immortal Edition og kemur í stálhulstri. Eins og flestir vita, endist stál að eilífu meðan plast endist bara í fimmtíu þúsund ár og byrjar þá að brotna niður, hægt en örugglega. Í tilefni af þessari útgáfu hefur Manowar samið lagið Box of Steel. Því miður er það ekki að finna á disknum, en þarna eru þrjár heimildarmyndir, einkaviðtal við Cristopher Lambert og umfjöllun (commentary) í boði leikstjórans, Russell Mulcahy. Sá var að ljúka tökum á kvikmyndinni Zen in the Art of Slaying Vampires, en hún lofar víst góðu ef eitthvað er að marka titilinn.
Annars er allt að verða vitlaust í Þriðjudagsgátunni. Jóhannes og Hannes standa hnífjafnir. Hvor um sig búnir að geta eitt hinna þriggja orða sem mynda titil spilunarlistans. Sá eða sú sem getur upp á þriðja orðinu og púslar öllu saman, mun fara með sigur af hólmi. Það er til mikils að vinna og þess vegna ekki ólíklegt að sveittir fingur muni gegnbleyta lyklaborð næstu daga og nætur.
Hann hefur reyndar verið persónuleg hetja mín lengi, en með nýjustu mynd sinni hefur hann hlotið varanlegan heiðurssess í þessu bloggi. Máli mínu til stuðnings bendi ég á gamla grein um hið meinta góðmenni Móður Teresu.
Þessu bloggi hefur einnig áskotnast viðhafnarútgáfa af kvikmyndinni Highlander. Ber hún undirtitilinn The Immortal Edition og kemur í stálhulstri. Eins og flestir vita, endist stál að eilífu meðan plast endist bara í fimmtíu þúsund ár og byrjar þá að brotna niður, hægt en örugglega. Í tilefni af þessari útgáfu hefur Manowar samið lagið Box of Steel. Því miður er það ekki að finna á disknum, en þarna eru þrjár heimildarmyndir, einkaviðtal við Cristopher Lambert og umfjöllun (commentary) í boði leikstjórans, Russell Mulcahy. Sá var að ljúka tökum á kvikmyndinni Zen in the Art of Slaying Vampires, en hún lofar víst góðu ef eitthvað er að marka titilinn.
Annars er allt að verða vitlaust í Þriðjudagsgátunni. Jóhannes og Hannes standa hnífjafnir. Hvor um sig búnir að geta eitt hinna þriggja orða sem mynda titil spilunarlistans. Sá eða sú sem getur upp á þriðja orðinu og púslar öllu saman, mun fara með sigur af hólmi. Það er til mikils að vinna og þess vegna ekki ólíklegt að sveittir fingur muni gegnbleyta lyklaborð næstu daga og nætur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)