laugardagur, 2. ágúst 2008

Hvor myndi vinna, Batman eða Highlander?

Þetta blogg hefur eignast enn eina hetjuna, en það er Batman!



Hann hefur reyndar verið persónuleg hetja mín lengi, en með nýjustu mynd sinni hefur hann hlotið varanlegan heiðurssess í þessu bloggi. Máli mínu til stuðnings bendi ég á gamla grein um hið meinta góðmenni Móður Teresu.

Þessu bloggi hefur einnig áskotnast viðhafnarútgáfa af kvikmyndinni Highlander. Ber hún undirtitilinn The Immortal Edition og kemur í stálhulstri. Eins og flestir vita, endist stál að eilífu meðan plast endist bara í fimmtíu þúsund ár og byrjar þá að brotna niður, hægt en örugglega. Í tilefni af þessari útgáfu hefur Manowar samið lagið Box of Steel. Því miður er það ekki að finna á disknum, en þarna eru þrjár heimildarmyndir, einkaviðtal við Cristopher Lambert og umfjöllun (commentary) í boði leikstjórans, Russell Mulcahy. Sá var að ljúka tökum á kvikmyndinni Zen in the Art of Slaying Vampires, en hún lofar víst góðu ef eitthvað er að marka titilinn.

Annars er allt að verða vitlaust í Þriðjudagsgátunni. Jóhannes og Hannes standa hnífjafnir. Hvor um sig búnir að geta eitt hinna þriggja orða sem mynda titil spilunarlistans. Sá eða sú sem getur upp á þriðja orðinu og púslar öllu saman, mun fara með sigur af hólmi. Það er til mikils að vinna og þess vegna ekki ólíklegt að sveittir fingur muni gegnbleyta lyklaborð næstu daga og nætur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvar er þriðjudagsgátan

Jói Ben sagði...

Sjáðu síðustu bloggfærslu GJA (ekki að það skipti máli - ég er nær örugglega búinn að sigra þessa keppni).

Guro sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.