föstudagur, 27. júní 2008

Tileinkað Leonard Cohen

Í kvöld fer ég á tónleika með snillingnum Leonard Cohen, en hann er álitinn einn af heimsins færustu söngvaskáldum. Þess vegna hef ég ákveðið að safna saman nokkrum vangaveltum varðandi textasmíðar í eina heilsteypta og jafnframt sundurleita grein.



Góður popprokkslagari inniheldur öllu jafna góðan/eftirminnilegan texta. Eitthvað sem festist umsvifalaust í almenningsvitundinni og spilast stanslaust einhvers staðar neðst í undirvitund saklausra útvarpsunnenda. Sumir textar eru eins og Ástralía, samspil galdra, orða og ímynda sem er gjörsamlega einstætt. Manni finnst ótrúlegt að einhver skyldi hafa sest niður og skáldað upp hvert orð. Það er einhvern veginn eðlilegra að þessar línur hafi, líkt og Ástralía, alltaf verið þarna. Þær voru bara uppgötvaðar.

Þau lög sem falla í þennan flokk eru fyrst og fremst lögin sem allir þekkja og geta sungið: Imagine (John Lennon), Hey Jude (og fleiri Bítlalög), Paradise City (þá aðallega viðlagið), Hey Joe, Sweet Dreams, Billie Jean og svo mætti lengi telja.

En einhvers staðar verða textarnir til. Margar fallegustu ljóðlínurnar eiga rætur sínar í sársauka, ástarsorg, missi og eftirsjá. Lögin sem fjalla um frábær sumur á baðströndinni, peninga og frægð (með tilsvarandi úttekt á hreðjum söngvarans) eru ekki jafn eftirminnileg.

Í mörgum táningapopplögum biður söngvarinn kærustuna sína afsökunar á hinum ýmsu syndum sínum. Baby, I'm sorry for all the times that I made you cry er t.d. mjög vinsæl lína og kveikjan að því að ég settist niður og fór að skrifa þessa grein.

Það skiptir voða litlu máli hvað ég geri af mér, það nægir að biðjast afsökunar. Það er alveg nóg. Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að ég þyrfti að semja vinsælt popplag og leika í tónlistarmyndbandi til að útskýra að ég sjái eftir einhverju sem ég gerði. Það fyrsta sem ég hugsa þegar ég heyri þessháttar játningar í froðuformi er:

1) Hann hélt framhjá henni.

2) Hann lamdi hana.

...og svo þegar seinasta viðlagið hefst, söngvarinn kreppir hnefana, tekur sér krókaleiðir gegnum þúsund skrautnótur og fórnar höndum sínum til himins meðan regnið dynur á honum, blasir svarið við mér:



3) Hann nauðgaði systur hennar.

Margir vinsælustu popptextar seinustu fimmtíu ára fela einmitt slíkan viðbjóð bakvið einlægar og fallegar játningar þar sem söngvarinn segir aðeins hálfan sannleikann og lýgur með þögninni. Hljómsveitin The Beatles er þekkt fyrir allt annað en siðblindu og mannvonsku, en jafnvel þar örlar á einhverri brenglun, einhverri röskun á geði hins geðþekka Paul (borið fram Pol) MacCartney.

Í laginu She Loves You (Yeah, Yeah, Yeah) segir nefnilega:

You think you lost your love,
Well I saw her yesterday.

It's you she's thinking of

And she told me what to say.

She says she loves you

And you know that can't be bad.

Yes, she loves you

And you know you should be glad.


Þetta byrjar ósköp sakleysislega. Sögumaður færir vini sínum gleðifréttir. Gott mál. Við skulum athuga hvað gerist í næsta erindi:

She said you hurt her so
She almost lost her mind.

But now she says she knows
You're not the hurting kind.

She says she loves you

And you know that can't be bad.

Yes, she loves you

And you know you should be glad. Ooh!


Ha?

Hann særði hana sem sagt svo illilega að hún missti nánast vitið? Hvers konar fauti er þetta eiginlega? Og hvort var þetta líkamlegur eða sálrænn sársauki? Skiptir það einhverju máli? Þrátt fyrir það að hafa næstum verið lögð inn á stofnun vegna þessa óbermis, segist hún loks hafa gert sér grein fyrir því að þetta var ekki viljandi hjá greyið manninum.

Ha?



Skoðum seinasta erindið:

And now it's up to you,
I think it's only fair,

Pride can hurt you, too,

Apologize to her
Because she loves you

And you know that can't be bad.

Yes, she loves you

And you know you should be glad. Ooh!


Bíddu, hversu siðblindur er þessi maður eiginlega? Paul þarf að grátbiðja hann um að biðja aumingja konuna afsökunar. Í lok lagsins er hann orðinn svo uppgefinn á þrjóskunni í vini sínum, að hann kveinar: Ooh!

Þetta lag sló rækilega í gegn á sínum tíma og er löngu orðið klassískur smellur á heimsmælikvarða. Enda eru eflaust margir sem eiga siðblindan vin sem þarf að fá útskýringu á einföldustu atriðum mannlegra samskipta. Pope John Paul George & Ringo (betur þekktur sem Pope John Paul eða Jóhannes Páll páfi hinn fyrri) setti She Loves You á sinn topp tíu lista yfir bestu ástarlög allra tíma. Annars var hann að eigin sögn meira fyrir Rolling Stones.

Svona geta ógeðslegir og truflandi textar læðst inn bakdyramegin í almenningsvitundina. Árið 1979 var kvikmyndin Life of Brian réttilega bönnuð í Noregi fyrir guðlast og ósmekklega nekt. Stærsti sumarsmellurinn það ár var hins vegar lagið Bobby Brown með Frank Zappa. Það lag var bannað í flestum öðrum ríkjum jarðarinnar fyrir línur eins og:

I got a cheerleader here wants to help with my paper
Let her do all the work and maybe later I'll rape her


og

Eventually me and a friend
Sorta drifted along into s&m

I can take about an hour on the tower of power

long as I gets a little golden shower




Þetta sungu norskar fjölskyldur á leið í sumarfríið. Foreldrarnir sungu bakraddir og börnin um nauðgun og geldingu. Og enginn skyldi eitt einasta orð.

Sjálfur uppgötvaði ég nokkuð truflandi þegar ég varð mér úti um eintak af plötunni Dirt með hljómsveitinni Alice in Chains um daginn. Þegar ég var á að giska 17 eða 18 ára hlustaði ég mikið á þessa plötu og var hún yfirleitt sett á fóninn þegar ég var í skapi fyrir hressandi, fjörugt rokk og gruggugar ballöður. Nú, tíu árum síðar hef ég enduruppgötvað þessa skífu og orðið fyrir vægu áfalli. Lögin sem mér þótti svo hressandi að dilla mér við áratugi fyrr voru í raun hræðilega myrk og virtust öll samin í einhverju heróínvonleysi. Smá textabrot úr titillaginu:

I want to taste the dirty,
stinging pistol
in my mouth, on my tongue
I want you to scrape me
from the walls
and go crazy

Jæja, hugsaði ég með sjálfum mér, hann hefur átt eitthvað bágt þennan daginn. En svo rýndi ég ákaft í textann við hin lögin og komst að hræðilegri niðurstöðu: Þessi hressandi stuðplata er einn langur sjálfsmorðsópus forfallins heróínfíkils. Lagið Down in a Hole er ekki hugljúf ballaða. Sickman og Hate to Feel eru ekki partýslagarar. Það var einungis eitt lag sem stóð eftir óbreytt, en það er Rooster sem fjallar um upplifun föður söngvarans úr Víetnam-stríðinu. Hann hafði verið leyniskytta sem gekk undir viðurnefninu Rooster. Mér þótti það huggun harmi gegn að þetta væri bara saklaust rokklag um stríð.



En samt. Það er þarna ein lína:

They spit on me in my homeland

Einhvern veginn tókst honum að draga fýluna sína inn í þetta fjöruga stríðslag.

Svona geta tónlistarmenn dulið raunverulega meiningu bak við dillandi tóna og tönnum fyllt bros ofvaxinna fermingardrengja. Á sama hátt og ég fel innihaldsrýrð, meiningavöntun og merkingarhallæri þessa orðagljáfurs bak við sefgresi myndlíkinga sem móta völundarhús orða og ímynda þar sem lesandinn ráfar um, dasaður og dáleiddur í aðdáunarmóki meðan ég halla mér aftur í sætinu og hlæ með þvílíkum eindæmum, að einglyrnið mitt fellur ofan í koníaksglasið.

Á hinn bóginn eru líka til ótal dæmi þess, að tónlistarmenn skella bara inn þeim orðum sem

a) ríma

eða

b) hljóma vel

án tillits til merkingar eða innihalds. Hér er gott dæmi úr Bon Jovi laginu Bed of Roses. Viðlagið hefst svo:

I wanna lay you down on a bed of roses
For tonight I sleep on a bed of nails

Allt í lagi, þetta sleppur. Hann vill leggja mig í rósabeð í þeirri von að hann fái að liggja þar með mér, vegna þess að hann er búinn að fá nóg af sínu óþægilega rúmi.

Svo koma næstu tvær línur:

I wanna be as close as
the Holy Ghost is

and lay you down
on a bed of roses


que?!

Ekki nóg með það, að hann skuli enda seinni línuna á sögninni is, heldur reynir hann að láta as og is ríma. Og hvað meinar hann eiginlega með þessari línu? Ég hélt að draugar gætu hreyft sig gegnum hluti og verið alltumlykjandi. Vill hann gegnsýra mig? Nei, þetta er bara vitleysa, bara eitthvað sem rímaði.

Svo eru það línurnar sem bara hljóma kúl, eins og Dead or Alive:

I'm a cowboy
On a steel horse I ride

I´m wanted dead or alive


Jon Bon Jovi var lengi vel talinn hættulegur, enda algjör kúreki.



En hvað einkennir eiginlega góðan lagatexta? Eru það ljóðrænar lýsingar, einlægni eða hugmyndaríkt rím? Er það blanda af öllu þrennu? Hvaða máli skiptir þetta eiginlega? Er ekki hægt að semja þúsundir laga með því að blanda saman baby please don't go, I love you so, don't you know how I love you that way (I'm not gay) yeah, baby, yeah do it like that og fleiri þess háttar línur sem koma meira eða minna af sjálfu sér?



Rokkhetjurnar í Manowar hafa átt farsælan feril í aldarfjórðung með því púsla saman tugum lagatexta úr orðunum power, metal, steel, brothers, fight, ride, blood, kill og samið klassíska slagara á borð við:

Blood of my Enemies
Kill with Power
The Power
Kings of Metal
Brothers of Metal
Metal Warriors
Metal Daze
Heart of Steel

og fleiri í þeim dúr:



Svo er líka spurning út af fyrir sig hvort titillinn skipti einhverju máli. Persónulega finnst mér að nafnið eigi að koma fram í laginu, helst í viðlaginu. Francis Ford Coppola aðhyllist þá hugmyndafræði og hefur beitt henni óspart í myndum sínum, sbr. The Godfather:

Tom Hagen: He is the godfather.
Sonny: I know.

Og í Godfather 2:

Tom Hagen: He is the godfather too.
Fredo: I know.

Robert Duvall neitaði að taka þátt í Godfather 3.

Í Apocalypse Now var eftirminnileg sena þar sem Martin Sheen er fangaður af víetnömskum skæruliðum í lok myndarinnar sem pynta hann og spyrja í sífellu:

Víetkong: Apocarypse when? Apocarypse when?

Þá verður Martin Sheen litið út um gluggann og sér kjarnorkusprengju koma fljúgandi í áttina að þeim.

Martin Sheen (sallarólegur): Apocalypse Now.

Og svo springur allt í tætlur.

Þessi aðferð kom einna verst út í kvikmyndinni Bram Stoker's Dracula og varð eiginlega til þess að þaðan í frá var ákveðið að FFC fengi bara að leikstýra myndum sem hétu nafni söguhetjunnar, sbr. Jack.

Hin göfga rokksveit Iron Maiden aðhyllist þessa hugmyndafræði og beitir henni óspart á einstaklega krefjandi máta:

Seventh Son of a Seventh Son
The Rhyme of the Ancient Mariner
Afraid to Shoot Strangers
Can I Play with Madness?
The Loneliness of the Long-Distance Runner

Það er hins vegar varhugavert að dæma bókina eftir kápunni.

Flestir telja sig þekkja söngvarann og grænmetisætuna Sting, eða The Sting eins og hann heitir fullu nafni. Viðurnefnið hlaut hann í fangelsi og hefur orðið honum mikill happafengur, enda hét hann upprunalega Nigel Smith. Fæstir vita þó að hann þvingaði konuna sína til að skipta um nafn, en hún hét upprunalega Roxanne Smith. Ekki nóg með að hann skyldi semja um hana lag (ásamt hljómsveit sinni, The Police) þar sem hún birtist í líki uppþurrkaðrar hóru, heldur neyddi hann hana til að breyta nafninu sínu í The Man-Hole. Þvílíkur níðingur.

Roxanne (The Man-Hole):



Og svo varð allt brjálað þegar geðþekki geðlæknirinn Dre og félagar hans í NWA gáfu út lagið/áfellisdóminn Fuck tha Police. Getur einhver útskýrt það fyrir mér?

Til þess að pakka þessari grein saman, vil ég enda á því sem ég álít góða textasmíð: