Það skiptir ekki máli hversu lengi þú þarft að vinna, vertu viss um að eyða tíma með fjölskyldunni. Góð stund í faðmi hennar læknar allt.Þetta eru allt dæmi úr stjörnuspá dagsins af mbl.is.
Það er göfugt að halda sig við áætlun - nema þegar hún er hreint og beint heimskuleg. Sem betur fer ertu sveigjanlegur og vitur.
Þú sendir frá þér skilaboð. Gerir þú þér grein fyrir hver þau eru? Dagurinn færir þér dýpri skilning á sjálfum þér. Það má alltaf breyta skilaboðunum.
Þú ert hamingjusamur hvar sem þú ert. Það að dvelja veldur þér vandræðum. Skipuleggðu þig heima fyrir og haltu áfram að vinna.
Lengi vel velti ég því fyrir mér hver læsi eiginlega stjörnuspána (og tæki mark á henni). Það hlýtur að vera talsverður fjöldi fólks, enda hefur þetta verið fastur liður í Mogganum síðan ég man eftir mér. Spáin þykir nógu mikilvæg til að eiga fastastað á netsíðunni, þótt hún sé morandi í stafsetningarvillum.
En í dag spurði ég sjálfan mig:
Hver semur stjörnuspána?
Ég sé höfundinn fyrir mér sem úfinn prófessor sem situr við risavaxinn stjörnukíki tímunum saman og hrópar svo allt í einu upp yfir sig:
Jeremías mildi!Svo klifrar hann í hasti niður stigann og hleypur að skrifborði þar sem hann byrjar að hamast á mors-sendi:
Ljón: Forðastu að taka stórar ákvarðanir sem gætu haft langtímaáhrif á þig og fjölskyldu þína. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek: Alvarlegar afleiðingar!Segjum sem svo að forstjóri einhvers fyrirtækis réði stjörnufræðing sem rekstrarráðgjafa. Með hliðsjón af spánni fyrir fiskana í dag,
Lukkutölur: 4, 76 og 342.
Hugur þinn skýtur myndum og minningum út í loftið á milljón kílómetra hraða. Þú þarfnast penna og blaðs stöðugt til að koma snilli þinni niður á blað.myndi stjörnuspekingurinn ráðleggja forstjóranum að setja alla sem fæddir eru í fiskamerkinu saman í eitt herbergi þar sem þeir ættu að breinstorma nýjar hugmyndir fyrir rekstur fyrirtækisins? Væri það ekki frekar lógískt?
En ég spyr aftur: Hver semur þetta? Trúir hann/hún þessu sjálf(ur)? Getur hann/hún séð í stjörnukortinu að allir þeir sem eru fæddir milli 20. janúar og 18. febrúar ættu að hugleiða að taka sér pásu frá sambandinu?
Ég endurtek: Allir þeir sem fæddir eru í vatnsberamerkinu ættu að hugleiða að taka sér frí frá maka sínum. Af hverju? Jú vegna þess að:
Gerður er úlfaldi úr mýflugu.Þótt ekki sjáist til botns í gruggugum pollum, er ekki þar með sagt að þeir séu djúpir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli