Geggjuð hárgreiðsla, félagi!Hversu oft höfum við ekki heyrt táninga taka svona til orðs? Við notum svona málfar jafnvel sjálf án þess að hugsa okkur tvisvar um. Þess vegna er löngu orðið tímabært að einhver spyrji:
Takk, melur. Ég fékk hana á Rakarastofu Egils og Arnar.
Hún hlýtur að hafa kostað sinn skildinginn, kumpáni.
Nei, brósi. Hún kostaði skít á priki.
Hvaðan er orðatiltækið skítur á priki komið?
Þótti það einhvern tíma við hæfi að greiða fyrir vörur eða þjónustu með því að skíta á prik?
Í hverju felst notagildi skíts á priki? (Fjölnota áburður sem hægt væri að flytja milli blómapotta?)
Hver er munurinn á skít á priki og kúk og kanel?
Erum við að tala um einn kúk og eina dós af kanel, eða er kanelnum stráð yfir kúkinn?
Af hverju myndi einhver strá kanel yfir kúk? Af hverju?!
Mig langar að komast til botns í þessu máli. Það þýðir ekki að slengja svona ljótu málfari kringum sig án þess að það hafi einhverja þýðingu. Hversu mikils virði er skítur á priki? Er hann dýrari eða ódýrari en kúkur og kanell?
Hvar er hægt að fá svar við þessum spurningum?
Svar: Á Ebay. Ef einhver er tilbúinn að gera þessa tilraun mun sá/sú hljóta æðsta virðingarvott þessarar vefsíðu: Ég mun hneigja mig á (einstaklega) þýðingarmikinn hátt, sérsniðnum að einstaklingnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli