
Ég myndi persónulega veðja á þann fyrrnefnda. Ringo hefur verið hamingjusamlega kvæntur Barböru Bach í fleiri áratugi. Paul er hins vegar ekkill, en það minnkar lífslíkur hans talsvert. Síðan hefur hann verið að standa í einkastríði við siðblindan kvendjöful. Það er ekki hollt fyrir mann á hans aldri. Þrátt fyrir grænmetisfæðið og dópleysið, þá er lífsstíll hans ekkert sérlega heilbrigður. Hann er alltaf á tónleikaferðum og að taka upp plötur, en það verður enginn gamall af þess háttar iðju.

Ringo slappar hins vegar bara af, borðar fisk og franskar, heldur partý stöku sinnum og nýtur vímuefna í hófi eins og gamalmenni yfirleitt. Ég spái því þess vegna að Ringo verði seinasti eftirlifandi bítillinn og að máttur, spilageta og vinsældir hinna bítlanna muni flytjast yfir í hann.
Hann mun gefa út sólóplötu sem selst í fleiri eintökum en nokkur bítlaplata og breytir nafni sínu í Ringo the Star. Platan mun bera hið viðeigandi nafn There can be only one.

Þessum nýfengnu hæfileikum mun hins vegar fylgja sá löstur, að Ringo stækkar ekki bara sem listamaður, heldur einnig líkamlega. Það verður til þess að hann verður fljótlega á stærð við Big Ben og þjóðir heimsins sjá sig tilneyddar til að lóga honum þar sem hann étur mat á við lítið Afríkuland. Þessi harmsaga endar svo á því að Ringo the Star reynir að stökkva undan flugskeytaárásum en lendir þá óvart á sporbraut um jörðina. Þar mun hann svífa, frosinn í myrkri himingeimsins og bíða þess að snúa aftur til að hefna sín á mannkyninu.
Hvað haldið þið? Ringo eða Paul?
1 ummæli:
Lennon dó 8 desember 1980.
Það hefur verið sagt, hvort svo sem það er satt eða logið, að það taki sálina 9 daga að finna nýjan hýsil.
Þorvaldur, undirritaður, Yngvason fæddist svo 17 desember 1980. Þar sem ég efast um að kransæðarnar eða krabbinn hirði mig áður en Ringó/Palli sýngja sitt síðasta.
Lennon mun því, í gegnum mig, lifa lengst bítlanna.
Að endurfæðingu slepptri geri ég fastlega ráð fyrir því að Starr lifi lengst. Þar sem hann er með skegg og skegg er kúl.
Skrifa ummæli