þriðjudagur, 16. desember 2008
Handprump
Ég á mér líf.
Hér er dæmi um mann sem fórnaði eigin lífi fyrir listina:
Hér er lagið í upprunalegri útgáfu:
föstudagur, 14. nóvember 2008
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
mánudagur, 31. mars 2008
Undefeatable
Þetta er úr kvikmyndinni Undefeatable, en hún fjallar um stjórnmálaferil Richards M. Nixon.
þriðjudagur, 4. mars 2008
Annað ágætt myndband
Fyrst ágæti seinasta myndbands vafðist fyrir sumum, hef ég ákveðið að deila með ykkur einu gömlu Cannibal Corpse lagi. Minnir að það heiti Cutting Your Throat with a Blunt Spoon eða eitthvað álíka.
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Svalt myndband, góð músík
Langaði bara að deila einhverju með ykkur. Ég er orðinn eitthvað háður röddinni í þessari manneskju. Svo er hún líka ógeðslega svöl.
þriðjudagur, 29. janúar 2008
Í tilefni Óskarsverðlaunanna
John Travolta er ömurlegur. Ég skrifa það aftur: ömurlegur.

Hvað er hann að gera við aumingja Kirk Douglas? Skemmtileg tilviljun (?) að Kirk var sá sem kom því í tísku að vera með rassgat í hökunni, en Travolta hefur hagnast mikið á því. Það er kannski þess vegna sem þeir eru að vefja tungum?
Steven the Seagal er hins vegar svalur. Í hvert sinn sem ég geng edrú inn á bar, rembist ég við að herma eftir þessari senu, en fæ aldrei réttu viðbrögðin. Það fer sérstaklega í taugarnar á fólki þegar ég fer aftur fyrir barinn og byrja að hrinda barþjónunum.
Er það ímyndun í mér, eða fer hann inn á bar og lemur helling af fólki í hverri einustu mynd? Fyrir utan Under Seagal, en hún fjallar um mann sem á ekki efni á hægindastól, heldur lemur þess í stað fólk og sest á það.
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Marilyn Manson í viðtali hjá Bill O´Reilly
Hefði haldið að Bill yrði árásargjarnari, en Manson hefur greinilega mjög róandi áhrif á hann. Fannst O´Reilly koma úr hörðustu átt þegar hann setti út á útlit og klæðaburð Mansons. Það er samt greinilegt að hann er bara með fyrirfram ákveðnar spurningar sem hann fylgir ekkert eftir. Það kalla ég lélega fréttamennsku. Hann er samt ekki siðblindur. Og ekki Manson heldur. Þannig að þetta verður ekki lengra í bili.