Helsta ástæðan fyrir því, að ég blogga ekki á hverjum degi er þessi:
Ég á mér líf.
Hér er dæmi um mann sem fórnaði eigin lífi fyrir listina:
Hér er lagið í upprunalegri útgáfu:
þriðjudagur, 16. desember 2008
miðvikudagur, 10. desember 2008
Ný uppáhalds teiknimyndastrípa
Ég hef fundið mér nýja uppáhalds teiknimyndastrípu. Fram til þessa hafa nokkrir barist um hylli mína.
Wulff & Morgenthaler voru fyrstir til að heilla mig, en þeir misstu flugið fyrir löngu síðan.

White Ninja var lengi í uppáhaldi, en hann hefur einnig dalað. Finnst einhvern veginn eins og hann hafi hrasað og aldrei komið sér almennilega á fætur.

Perry Bible Fellowship eru fáránlega frábærar, en höfundurinn hefur eitthvað annað og betra að gera en að fíflast.

Basic Instructions sker sig úr að því leyti, að hann verður eiginlega fyndnari eftir því sem maður les meira.

Það sama á við um Cyanide & Happiness.

En uppáhaldið mitt þessa dagana er Subnormality. Þessi strípa inniheldur yfirleitt gífurlega mikinn texta, sem gæti virkað fráhrindandi. En það er vel þess virði að gefa þeim tækifæri, þótt húmorinn geti reynst full nördalegur fyrir suma.



Því er við að bæta að strípurnar í Mogganum eru ömurlegar og hafa alltaf verið. Ber þar helst að nefna Ljósku og Gretti.
Wulff & Morgenthaler voru fyrstir til að heilla mig, en þeir misstu flugið fyrir löngu síðan.

White Ninja var lengi í uppáhaldi, en hann hefur einnig dalað. Finnst einhvern veginn eins og hann hafi hrasað og aldrei komið sér almennilega á fætur.

Perry Bible Fellowship eru fáránlega frábærar, en höfundurinn hefur eitthvað annað og betra að gera en að fíflast.

Basic Instructions sker sig úr að því leyti, að hann verður eiginlega fyndnari eftir því sem maður les meira.

Það sama á við um Cyanide & Happiness.

En uppáhaldið mitt þessa dagana er Subnormality. Þessi strípa inniheldur yfirleitt gífurlega mikinn texta, sem gæti virkað fráhrindandi. En það er vel þess virði að gefa þeim tækifæri, þótt húmorinn geti reynst full nördalegur fyrir suma.



Því er við að bæta að strípurnar í Mogganum eru ömurlegar og hafa alltaf verið. Ber þar helst að nefna Ljósku og Gretti.
föstudagur, 14. nóvember 2008
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Til hamingju, Bandaríkjafólk!

Þið hafið kosið ykkur einkar glæsilegan forseta. Þessi maður er svo myndarlegur og svalur, að ég fyllist lotningu. Þetta er eins og að hafa glansandi sportbíl sem forseta. Ég hef verið að lesa seinni bókina hans (hef verið svolítið lengi að því fyrst ég týndi henni og gleymdi að ég væri að lesa hana og byrjaði að lesa aðra bók) og myndin á forsíðunni fannst mér ekki nógu góð. Hann hefði átt að vera með sólgleraugu.

Talk to the hand, bitch!
þriðjudagur, 21. október 2008
Nöfn
Flestum er eflaust kunnugt að mér hefur fæðst sonur. Sá er enn nafnlaus og ekki að ástæðulausu. Það hefur gengið heldur brösulega að finna viðeigandi nafn fyrir svo myndarlegan dreng. Þrátt fyrir það hef ég verið óþrjótandi uppspretta magnaðra nafna sem hafa umhugsunarlaust verið skotin í kaf. Þess vegna hef ég ákveðið að deila nokkrum tillögum með ykkur, svo þau falli ekki í ónot.
Í fyrstu reyndi ég að selja nöfn sem bera með sér mikilmennsku og gerfileik en voru að sama skapi alþjóðleg:
Maximillian Antonius Guðmundsson
Æschylos Guðmundsson
Kreator Guðmundsson
Wolfgang Herbert von Djupvik Guðmundsson
Þetta þótti víst of útlenskt, þannig að ég sneri mér til norrænnar hefðar og skeytti lýsingum inn í nöfnin:
Grímur hinn grái Guðmundsson
Reginn loðni Guðmundsson
Svarti-Hrólfur Guðmundsson
Brynjar eineygði Guðmundsson
Svo var Dagmar líka úr sögunni, enda er það kvenmannsnafn. Ég fékk það endanlega staðfest þegar ég kynnti mér sögu þess, en það varð til í Danmörku einhvern tíma á miðöldum. Þá hafði danski kóngurinn kvænst tékkneskri prinsessu sem hét Dragomir (sem ég hefði haldið að væri karlmannsnafn). Danska hirðin og almenningur gátu hins vegar ekki borið fram þetta nafn, slátruðu því gjörsamlega, þannig að úr varð: Dagmar. Þá varð Dragomir reið:

Annars voru það ótal flott nöfn sem féllu í valinn. Snákaþemað kom einhvern veginn aldrei til greina þannig að eitursvöl nöfn eins og Cató Cobra Guðmundsson og Anaconda Guðmundsdóttir munu aldrei líta dagsins ljós. Önnur þemu sem ekki komu til greina:
Klassísk Rokklög (Eina lagið sem ég þekki sem tengist mínu nafni er Gvendur á eyrinni-hversu glatað er það? Hversu svalt væri að eiga sitt eigið lag sem bæri frábærum smekk foreldrana vitni? Suzanne Guðmundsdóttir, Vera Lynn Guðmundsdóttir, Eliza Day Guðmundsdóttir, Layla Guðmundsdóttir, Cocaine Guðmundsson, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band Guðmundsson)
Vélmenni (G-Unit 2.0)
Manowar (Son of Steel Guðmundsson)
Það verður spennandi að sjá hvað loksins hlýtur náð fyrir þessum dómstólum meðalmennskunnar. Ætli Jón Jónsson Guðmundsson sé of róttækt?
Annars dreymdi mig reyndar fyrir nokkrum vikum, að nafnið ætti að vera Malastnenín. Ég held að það myndi passa jafn vel fyrir stráka og stelpur. Kannski ekki jafn vel fyrir lesblinda.
Aukapæling: Hvernig skyldi það vera að leita að myndum af "ugly woman" á Google og sjá kærustuna sína birtast meðal fimm fyrstu niðurstaðnanna?
Aukaaukapæling: Niðurstöðurnar fallbeygjast asnalega.
Í fyrstu reyndi ég að selja nöfn sem bera með sér mikilmennsku og gerfileik en voru að sama skapi alþjóðleg:
Maximillian Antonius Guðmundsson
Æschylos Guðmundsson
Kreator Guðmundsson
Wolfgang Herbert von Djupvik Guðmundsson
Þetta þótti víst of útlenskt, þannig að ég sneri mér til norrænnar hefðar og skeytti lýsingum inn í nöfnin:
Grímur hinn grái Guðmundsson
Reginn loðni Guðmundsson
Svarti-Hrólfur Guðmundsson
Brynjar eineygði Guðmundsson
Svo var Dagmar líka úr sögunni, enda er það kvenmannsnafn. Ég fékk það endanlega staðfest þegar ég kynnti mér sögu þess, en það varð til í Danmörku einhvern tíma á miðöldum. Þá hafði danski kóngurinn kvænst tékkneskri prinsessu sem hét Dragomir (sem ég hefði haldið að væri karlmannsnafn). Danska hirðin og almenningur gátu hins vegar ekki borið fram þetta nafn, slátruðu því gjörsamlega, þannig að úr varð: Dagmar. Þá varð Dragomir reið:

Annars voru það ótal flott nöfn sem féllu í valinn. Snákaþemað kom einhvern veginn aldrei til greina þannig að eitursvöl nöfn eins og Cató Cobra Guðmundsson og Anaconda Guðmundsdóttir munu aldrei líta dagsins ljós. Önnur þemu sem ekki komu til greina:
Klassísk Rokklög (Eina lagið sem ég þekki sem tengist mínu nafni er Gvendur á eyrinni-hversu glatað er það? Hversu svalt væri að eiga sitt eigið lag sem bæri frábærum smekk foreldrana vitni? Suzanne Guðmundsdóttir, Vera Lynn Guðmundsdóttir, Eliza Day Guðmundsdóttir, Layla Guðmundsdóttir, Cocaine Guðmundsson, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band Guðmundsson)
Vélmenni (G-Unit 2.0)
Manowar (Son of Steel Guðmundsson)
Það verður spennandi að sjá hvað loksins hlýtur náð fyrir þessum dómstólum meðalmennskunnar. Ætli Jón Jónsson Guðmundsson sé of róttækt?
Annars dreymdi mig reyndar fyrir nokkrum vikum, að nafnið ætti að vera Malastnenín. Ég held að það myndi passa jafn vel fyrir stráka og stelpur. Kannski ekki jafn vel fyrir lesblinda.
Aukapæling: Hvernig skyldi það vera að leita að myndum af "ugly woman" á Google og sjá kærustuna sína birtast meðal fimm fyrstu niðurstaðnanna?
Aukaaukapæling: Niðurstöðurnar fallbeygjast asnalega.
föstudagur, 17. október 2008
Enn ein uppgötvun
Uppáhaldslagið mitt þessa dagana er slagarinn I am a Rock með Simon & Garfunkel, betur þekktum sem Simon & the Garfunkels. Gleðin og sakleysið í tónlist þeirra félaga hefur alltaf höfðað til mín, þannig að mér var brugðið þegar ég raulaði með textanum.
Þetta lag er nefnilega ekkert jákvætt, því er frekar öfugt farið. Eftir á að hyggja er titillinn frekar þunglyndur: I am a Rock (sem er enska og þýðir Ég er steinn). Ég hafði alltaf haldið að lagið fjallaði um mann (annað hvort Simon eða Garfunkel, sennilega báða) sem væri búinn að rokka svo mikið, að hann hefði bókstaflega breyst í stein.
Textinn gefur hins vegar allt annað til kynna:
Af þessu að dæma, ætti lagið frekar að heita I am a Goth.
Þetta er samt uppáhaldslagið mitt (þessa dagana). Svo er myndbandið líka töff. Leikstjórinn beindi bara að þeim myndavélinni og sagði þeim að gera eitthvað, hvað sem var. Þarna sjást því Simon og Garfunkel ganga um og tala um hvað leikstjórinn sé mikið fífl:
Þetta lag er nefnilega ekkert jákvætt, því er frekar öfugt farið. Eftir á að hyggja er titillinn frekar þunglyndur: I am a Rock (sem er enska og þýðir Ég er steinn). Ég hafði alltaf haldið að lagið fjallaði um mann (annað hvort Simon eða Garfunkel, sennilega báða) sem væri búinn að rokka svo mikið, að hann hefði bókstaflega breyst í stein.
Textinn gefur hins vegar allt annað til kynna:
A winters day
In a deep and dark December;
I am alone,
Gazing from my window to the streets below
On a freshly fallen silent shroud of snow.
I am a rock,
I am an island.
Ive built walls,
A fortress deep and mighty,
That none may penetrate.
I have no need of friendship; friendship causes pain.
Its laughter and its loving I disdain.
I am a rock,
I am an island.
Dont talk of love,
But Ive heard the words before;
Its sleeping in my memory.
I wont disturb the slumber of feelings that have died.
If I never loved I never would have cried.
I am a rock,
I am an island.
I have my books
And my poetry to protect me;
I am shielded in my armor,
Hiding in my room, safe within my womb.
I touch no one and no one touches me.
I am a rock,
I am an island.
And a rock feels no pain;
And an island never cries.
Af þessu að dæma, ætti lagið frekar að heita I am a Goth.
Þetta er samt uppáhaldslagið mitt (þessa dagana). Svo er myndbandið líka töff. Leikstjórinn beindi bara að þeim myndavélinni og sagði þeim að gera eitthvað, hvað sem var. Þarna sjást því Simon og Garfunkel ganga um og tala um hvað leikstjórinn sé mikið fífl:
föstudagur, 3. október 2008
Hann(es) á afmæli í dag
Hver á afmæli í dag? Þýskaland! Og Tommy Lee og Gwen Stefani (hún er 39 ára(!) og ekki enn kominn með brjóst, ég fer að gefa upp vonina bráðum). Svo á Hannes líka afmæli.
Í tilefni dagsins vil ég hvetja Jóhannes til að ganga upp að ljótum húsvegg, illa máluðum og skemmdum, og hrópa að honum: Der Mauer muss weg! Hannes uber alles!
Til hamingju með daginn, Hannes.
Í tilefni dagsins vil ég hvetja Jóhannes til að ganga upp að ljótum húsvegg, illa máluðum og skemmdum, og hrópa að honum: Der Mauer muss weg! Hannes uber alles!
Til hamingju með daginn, Hannes.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)