sunnudagur, 21. október 2007

Saman gegn siðblindu

Hér er sjaldséð auglýsing sem berst gegn siðblindu. Mæli með því að fólk taki boðskapinn til sín.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Fyrir mína parta vil ég meina að niðurhal mynda á netinu er tvímælalaust þjófnaður.

Ég reyndar hef þann háttinn á að ég gef sjálfum mér afslátt á ráðvendni minni hvað þetta varðar, enda myndi ég aldrei stela.

1. Mér finnst allt í lagi að downloada myndum af netinu ef ég hef séð þær áður, og hendi þeim út svo skömmu eftir að hafa horft á þær aftur.

2. Mér finnst allt í lagi að hlaða niður mynd ef gyðingamafían framleiddi hana, og það er þá eina leiðin til að styrkja ekki forkólfa miskunarleysis og vondleika.

3. Mér finnst allt í lagi að hlaða niður mynd af netinu, ef hún er hvort eð er svo léleg að ég myndi að öðrum kosti ekki horfa á hana undir neinum kringumstæðum.

4. Mér finnst allt í lagi að hlaða niður mynd af netinu ef hún er ekki til á james bond, og ég þannig get ekki fengið að sjá hana með heiðarlegum aðferðum.

5. Mér finnst allt í lagi að horfa á myndir sem aðrir hafa hlaðið niður.

6. Mér finnst allt í lagi að hlaða niður mynd af tölvu félaga míns, því þá veit ég ekki fyrir víst hvort þetta er ekki bara eintakagerð hans.

7. Mér finnst allt í lagi að hlaða niður mynd ef ríkissjónvarpið hefur sýnt hana, eða til stendur að ríkissjónvarpið sýni hana.

Guðmundur Jón sagði...

Góðir punktar allt saman. Ég nota svipaða röksemd fyrir mínu meinta niðurhali.

Mér finnst verjanlegt að hala niður þáttum sem ég myndi annars ekki sjá, þar sem ég horfi lítið á sjónvarp og á mjög erfitt með að laga líf mitt að sjónvarpsdagskránni. Þeir þættir sem eru virkilega vel gerðir og veita mér nautnir, hljóta lof mitt og meðmæli en ég þyki áreiðanlegur smekksmaður. Þ.a.l. hvet ég aðra til að borga fyrir þessar seríur, síðan það er of seint fyrir mig að greiða fyrir eigin skemmtun, enda væri það bara vitleysa að kaupa kassa af dvd-diskum sem ég er þegar búinn að sjá og myndi aldrei glápa á aftur.

En ég hala ekki niður af netinu. Það er rangt.

Og það er nú ekki fallegt að tala um gyðingamafíu, Þorvaldur. Gyðingarnir sem þú talar um eru rödd frjálslyndis og skynsemi í sturluðu landi sem annars væri kaþólskara en páfinn.