fimmtudagur, 17. janúar 2008

Cuba Gooding jr.

Ég ætla nú ekki að tjá mig mikið um þennan vægast sagt ofmetna leikara. Það er bara eitt sem kitlar mig svo rosalega varðandi þetta fáránlega nafn hans: Cuba Gooding jr.

Junior.

Pabbi hans hét sem sagt Cuba Gooding og fannst það bara fínt nafn handa syni sínum.

Ég sé skírnina fyrir mér:
Prestur: Og hvað á barnið að heita?

C. G. senior: Hann á að heita það sama og ég.

Prestur: ...ertu viss?

C. G. senior: Já. Ég hata hann.

OMFG! It´s Shaq! Quick, take my picture!

Þrátt fyrir þetta fáránlega nafn, hef ég ekki fundið nein merki þess að hann sé siðblindur. Þess vegna hef ég þetta ekki lengra.

En, í alvöru, hvers vegna er hann að árita körfubolta?

1 ummæli:

Jói Ben sagði...

Það sem mér finnst eiginlega skrítnara er af hverju hann skrifaði Wilson á körfuboltann.