þriðjudagur, 22. janúar 2008
Spurning til þess er veit.
Það er eitt sem ég hef verið að velta svolítið lengi fyrir mér. Þegar Jesú fæddist, afmeyjaði hann þá móður sína? Fyrst hún var hrein mey þegar getnaðurinn átti sér stað, þá hlaut meyjarhaftið að vera ósnortið þar til frelsarinn kom í heiminn og rauf sér leið gegnum það, eða hvað? Mig langar eiginlega að vita svarið en ég efast um að það standi skrifað í Biblíunni og ég þori ekki að spyrja prest.
Ég vil taka það fram að það er ekki mér að kenna, að svona spurningar leita á mig. Þær bara gera það. Fyrirgefðu, Guð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli