Í stigagangi einum fann ég þetta skilti,
og í þrepunum voru vissulega blóðdropar!
Þetta fannst mér einstaklega skemmtilegur fundur, en jafnframt furðulegur. Í kjölfarið sóttu á mig nokkrar vangaveltur.
Spurningin er ætluð einhverjum sem gæti útskýrt tilkomu blóðsins. Á sá bara að skrifa svarið aftan á blaðið?
Sú sem skrifaði skilaboðin (mig grunar að það sé kona) hefur greinilega áhyggjur af þessu máli. Hvers vegna elti hún ekki blóðslóðina og spurðist fyrir í eigin persónu? Blóðeigandanum hefur kannski blætt út í íbúðinni sinni. Nei, það virðist ekki vera svo mikið áhyggjuefni. Ég held að sú sem skrifaði skilaboðin hafi nefnilega verið sú sem þreif sameignina seinast og var frekar pirruð yfir því að einhver skuli hafa látið sér blæða yfir nýskúruðu þrepin.
Það sem mér finnst samt allra skemmtilegast við þetta skilti, eru blóðrauðu stafirnir. Var þetta meðvituð ákvörðun? Af hverju notaði hún ekki svartan túss? Bláan kúlupenna?
Og að lokum: Hvaðan kom blóðið? Voru þetta blóðnasir, áverkar eftir helgardrykkju eða slefandi vampíra?
þriðjudagur, 4. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli