þriðjudagur, 11. september 2007

Morgunglaðningur

Ég mun ekki sakna þess að lifa í kjallara. Þegar ég fór á fætur í morgun fann ég þetta lík sem hafði kramist undir sofandi líkama mínum:
Ætli hún hafi skriðið upp í rúm til að deyja og hafi þegar verið látin er ég velti mér á hana? Eða er nakinn líkami minn kynþokkafull hraðbraut fyrir köngulær og skordýr næturinnar? Mér var fljótlega hugsaði til annarar köngulóar sem fannst í bökunarskálinni okkar fyrr í sumar:

Skyldu svona kvikindi skríða yfir andlitið mitt á hverri nóttu án þess að ég taki eftir því? Hversu mörg skordýr hef ég gleypt gegnum árin? Ef Köngulóarmaðurinn er að lesa þetta, þá má hann kommenta.

2 ummæli:

Guðný gúlla sagði...

OJJJJJ!!! p.s. er alger ljóska bookmarkaði síðuna þína á vitlausum stað þ.e. ekki á forsíðunni og er búin að vera að blóta þér fyrir að blogga aldrei. Var sem sagt núna að komast að þessu og lesa færslur eftir 8. sept.

jamm ég er ljóska

allaveganna, ógeðsleg könguló
kveðja Guðný

Guðmundur Jón sagði...

Ég er sammála. Þegar við vorum að flytja út fundum við ca. 10 dauðar svona risaköngulær víðsvegar í íbúðinni. Þrjár þeirra höfðu dottið ofan í skúringafötuna og komust ekki aftur upp.