mánudagur, 10. september 2007

Smekkleysa




Þetta er svo sem ekkert merkilegt veggspjald en það var eitt orð þarna sem vakti athygli mína: Voldtektsdager. Nauðgunardagar. Orðið minnti mig á auglýsingu sem ég heyrði á Bylgjunni fyrir nokkrum árum.

Ofurhress rödd:
Jájájá, nú er komið að því! Við hitum upp fyrir Verslunarmannahelgina. Alla þess viku eru Nauðgunardagar í Kringlunni. Af því tilefni verður sérstakur hnífamarkaður á þriðju hæðinni og allar lambhúshettur á hálfvirði. Við bjóðum upp á fjölbreytta skemmtidagskrá frá mánudegi til fimmtudags. Strákarnir í Skítamóral munu koma öllum í réttu stemmninguna og Raggi Reip skemmtir þeim yngstu. Auk þessa munu fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir hvern dag fá tveggja metra langan reipisbút gefins í Byggt og búið!
Kíktu í Kringluna, það er þess virði.


Dýpri rödd:
Kringlan.
Nauðgar Smáralindinni í (blíííp).


Ég man vel eftir þessari auglýsingu. Mér fannst hún einstaklega ósmekkleg. Að jafnalvarlegt málefni skuli vera gert að markaðsvöru er forkastanlegt. Sannkölluð siðblinda.

Engin ummæli: