þriðjudagur, 29. janúar 2008

Í tilefni Óskarsverðlaunanna

Í kvikmyndunum um Austin Powers lék Mike Myers mörg af aðalhlutverkunum. Þetta hefur gerst í þónokkrum öðrum myndum og vekur yfirleitt gífurlega lukku meðal bíógesta og gagnrýnenda. Þess vegna spái ég því, að einhvern tíma muni verða gerð frábær mynd þar sem einn leikari fer með öll hlutverkin og hlýtur Óskarsverðlaunin í öllum átta flokkum.

John Travolta er ömurlegur. Ég skrifa það aftur: ömurlegur.



Hvað er hann að gera við aumingja Kirk Douglas? Skemmtileg tilviljun (?) að Kirk var sá sem kom því í tísku að vera með rassgat í hökunni, en Travolta hefur hagnast mikið á því. Það er kannski þess vegna sem þeir eru að vefja tungum?

Steven the Seagal er hins vegar svalur. Í hvert sinn sem ég geng edrú inn á bar, rembist ég við að herma eftir þessari senu, en fæ aldrei réttu viðbrögðin. Það fer sérstaklega í taugarnar á fólki þegar ég fer aftur fyrir barinn og byrja að hrinda barþjónunum.

Er það ímyndun í mér, eða fer hann inn á bar og lemur helling af fólki í hverri einustu mynd? Fyrir utan Under Seagal, en hún fjallar um mann sem á ekki efni á hægindastól, heldur lemur þess í stað fólk og sest á það.


8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er ekki sáttur að þú hunsir algerlega tillögu mína um myndband dagsins....og svo seturu annað steven seagal myndband inn í staðinn

Nafnlaus sagði...

Svo bjóst ég við því að Eddie Murphy myndi hljóta þónokkrar tilnefningar fyrir stórleik sinn í hinni mögnuðu Norbit þar sem hann lék nánast alla karakterana sjálfur.
Líka skrýtið að hann hafi ekki fengið neinar tilnefningar núna þar sem að það var mjög mikill skandall á sínum tíma þegar akademían leit alveg framhjá honum þegar The Nutty Professor kom út.

Unknown sagði...

Ef einhver á skilið óskarinn þá er það Tom Crúze fyrir afburðar leik sinn í vísindakirkjunni. Honum hefur tekist að sannfæra fólk um að hann trúi þessu raunverulega, og meiraðsegja sagst hafa hitt geimverur.

Tom kallinn fer með öll hlutverkin í myndinni "Tom; this is my life, and I am not a raving psychopath". Í þeirri "kvikmynd" leikur hann ástjúkan hvolp, sturlaðan trúarofstækismann, eitursvalan leðurhomma og stórleikara.

Ef akademían hér hjá dale cooper fellst ekki á tillögur mínar vil ég tilnefna sjálfan mig fyrir leik minn í myndinni "Tár undir stjörnuhimni; 3. hluti, ég get ekki að því gert". Hún er væntanleg í öll stærri kvikmyndahús norðan Quaanaaq á því herrans ári 2022. Sjálfur leik ég öll hlutverk, en auk þeirra fer ég með leikstjórn og samningu tónlistarinnar fyrir myndina.

Guðný gúlla sagði...

Ég mæli með að þið kíkið á myndina Juno, mjög skemmtileg.

Til hamingju aftur með afmælið!

kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

juno er snilld
búinn að segja guðmundi það....en ég efast um að guðmundur eigi eftir að fíla hana.

Guðný gúlla sagði...

Guro á ábyggilega eftir að fíla hana.

Guðmundur Jón sagði...

Við kíkjum á hana við tækifæri.

Nafnlaus sagði...

Ég næ að púlla þetta þangað til ég fer að drippla billiardkúlunni. Þá fer allt í fokk :-/