John Travolta er ömurlegur. Ég skrifa það aftur: ömurlegur.
Hvað er hann að gera við aumingja Kirk Douglas? Skemmtileg tilviljun (?) að Kirk var sá sem kom því í tísku að vera með rassgat í hökunni, en Travolta hefur hagnast mikið á því. Það er kannski þess vegna sem þeir eru að vefja tungum?
Steven the Seagal er hins vegar svalur. Í hvert sinn sem ég geng edrú inn á bar, rembist ég við að herma eftir þessari senu, en fæ aldrei réttu viðbrögðin. Það fer sérstaklega í taugarnar á fólki þegar ég fer aftur fyrir barinn og byrja að hrinda barþjónunum.
Er það ímyndun í mér, eða fer hann inn á bar og lemur helling af fólki í hverri einustu mynd? Fyrir utan Under Seagal, en hún fjallar um mann sem á ekki efni á hægindastól, heldur lemur þess í stað fólk og sest á það.
8 ummæli:
ég er ekki sáttur að þú hunsir algerlega tillögu mína um myndband dagsins....og svo seturu annað steven seagal myndband inn í staðinn
Svo bjóst ég við því að Eddie Murphy myndi hljóta þónokkrar tilnefningar fyrir stórleik sinn í hinni mögnuðu Norbit þar sem hann lék nánast alla karakterana sjálfur.
Líka skrýtið að hann hafi ekki fengið neinar tilnefningar núna þar sem að það var mjög mikill skandall á sínum tíma þegar akademían leit alveg framhjá honum þegar The Nutty Professor kom út.
Ef einhver á skilið óskarinn þá er það Tom Crúze fyrir afburðar leik sinn í vísindakirkjunni. Honum hefur tekist að sannfæra fólk um að hann trúi þessu raunverulega, og meiraðsegja sagst hafa hitt geimverur.
Tom kallinn fer með öll hlutverkin í myndinni "Tom; this is my life, and I am not a raving psychopath". Í þeirri "kvikmynd" leikur hann ástjúkan hvolp, sturlaðan trúarofstækismann, eitursvalan leðurhomma og stórleikara.
Ef akademían hér hjá dale cooper fellst ekki á tillögur mínar vil ég tilnefna sjálfan mig fyrir leik minn í myndinni "Tár undir stjörnuhimni; 3. hluti, ég get ekki að því gert". Hún er væntanleg í öll stærri kvikmyndahús norðan Quaanaaq á því herrans ári 2022. Sjálfur leik ég öll hlutverk, en auk þeirra fer ég með leikstjórn og samningu tónlistarinnar fyrir myndina.
Ég mæli með að þið kíkið á myndina Juno, mjög skemmtileg.
Til hamingju aftur með afmælið!
kv. Guðný
juno er snilld
búinn að segja guðmundi það....en ég efast um að guðmundur eigi eftir að fíla hana.
Guro á ábyggilega eftir að fíla hana.
Við kíkjum á hana við tækifæri.
Ég næ að púlla þetta þangað til ég fer að drippla billiardkúlunni. Þá fer allt í fokk :-/
Skrifa ummæli