þriðjudagur, 16. desember 2008
Handprump
Ég á mér líf.
Hér er dæmi um mann sem fórnaði eigin lífi fyrir listina:
Hér er lagið í upprunalegri útgáfu:
miðvikudagur, 10. desember 2008
Ný uppáhalds teiknimyndastrípa
Wulff & Morgenthaler voru fyrstir til að heilla mig, en þeir misstu flugið fyrir löngu síðan.
White Ninja var lengi í uppáhaldi, en hann hefur einnig dalað. Finnst einhvern veginn eins og hann hafi hrasað og aldrei komið sér almennilega á fætur.
Perry Bible Fellowship eru fáránlega frábærar, en höfundurinn hefur eitthvað annað og betra að gera en að fíflast.
Basic Instructions sker sig úr að því leyti, að hann verður eiginlega fyndnari eftir því sem maður les meira.
Það sama á við um Cyanide & Happiness.
En uppáhaldið mitt þessa dagana er Subnormality. Þessi strípa inniheldur yfirleitt gífurlega mikinn texta, sem gæti virkað fráhrindandi. En það er vel þess virði að gefa þeim tækifæri, þótt húmorinn geti reynst full nördalegur fyrir suma.
Því er við að bæta að strípurnar í Mogganum eru ömurlegar og hafa alltaf verið. Ber þar helst að nefna Ljósku og Gretti.
föstudagur, 14. nóvember 2008
sunnudagur, 9. nóvember 2008
Til hamingju, Bandaríkjafólk!
Þið hafið kosið ykkur einkar glæsilegan forseta. Þessi maður er svo myndarlegur og svalur, að ég fyllist lotningu. Þetta er eins og að hafa glansandi sportbíl sem forseta. Ég hef verið að lesa seinni bókina hans (hef verið svolítið lengi að því fyrst ég týndi henni og gleymdi að ég væri að lesa hana og byrjaði að lesa aðra bók) og myndin á forsíðunni fannst mér ekki nógu góð. Hann hefði átt að vera með sólgleraugu.
Talk to the hand, bitch!
þriðjudagur, 21. október 2008
Nöfn
Í fyrstu reyndi ég að selja nöfn sem bera með sér mikilmennsku og gerfileik en voru að sama skapi alþjóðleg:
Maximillian Antonius Guðmundsson
Æschylos Guðmundsson
Kreator Guðmundsson
Wolfgang Herbert von Djupvik Guðmundsson
Þetta þótti víst of útlenskt, þannig að ég sneri mér til norrænnar hefðar og skeytti lýsingum inn í nöfnin:
Grímur hinn grái Guðmundsson
Reginn loðni Guðmundsson
Svarti-Hrólfur Guðmundsson
Brynjar eineygði Guðmundsson
Svo var Dagmar líka úr sögunni, enda er það kvenmannsnafn. Ég fékk það endanlega staðfest þegar ég kynnti mér sögu þess, en það varð til í Danmörku einhvern tíma á miðöldum. Þá hafði danski kóngurinn kvænst tékkneskri prinsessu sem hét Dragomir (sem ég hefði haldið að væri karlmannsnafn). Danska hirðin og almenningur gátu hins vegar ekki borið fram þetta nafn, slátruðu því gjörsamlega, þannig að úr varð: Dagmar. Þá varð Dragomir reið:
Annars voru það ótal flott nöfn sem féllu í valinn. Snákaþemað kom einhvern veginn aldrei til greina þannig að eitursvöl nöfn eins og Cató Cobra Guðmundsson og Anaconda Guðmundsdóttir munu aldrei líta dagsins ljós. Önnur þemu sem ekki komu til greina:
Klassísk Rokklög (Eina lagið sem ég þekki sem tengist mínu nafni er Gvendur á eyrinni-hversu glatað er það? Hversu svalt væri að eiga sitt eigið lag sem bæri frábærum smekk foreldrana vitni? Suzanne Guðmundsdóttir, Vera Lynn Guðmundsdóttir, Eliza Day Guðmundsdóttir, Layla Guðmundsdóttir, Cocaine Guðmundsson, Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band Guðmundsson)
Vélmenni (G-Unit 2.0)
Manowar (Son of Steel Guðmundsson)
Það verður spennandi að sjá hvað loksins hlýtur náð fyrir þessum dómstólum meðalmennskunnar. Ætli Jón Jónsson Guðmundsson sé of róttækt?
Annars dreymdi mig reyndar fyrir nokkrum vikum, að nafnið ætti að vera Malastnenín. Ég held að það myndi passa jafn vel fyrir stráka og stelpur. Kannski ekki jafn vel fyrir lesblinda.
Aukapæling: Hvernig skyldi það vera að leita að myndum af "ugly woman" á Google og sjá kærustuna sína birtast meðal fimm fyrstu niðurstaðnanna?
Aukaaukapæling: Niðurstöðurnar fallbeygjast asnalega.
föstudagur, 17. október 2008
Enn ein uppgötvun
Þetta lag er nefnilega ekkert jákvætt, því er frekar öfugt farið. Eftir á að hyggja er titillinn frekar þunglyndur: I am a Rock (sem er enska og þýðir Ég er steinn). Ég hafði alltaf haldið að lagið fjallaði um mann (annað hvort Simon eða Garfunkel, sennilega báða) sem væri búinn að rokka svo mikið, að hann hefði bókstaflega breyst í stein.
Textinn gefur hins vegar allt annað til kynna:
A winters day
In a deep and dark December;
I am alone,
Gazing from my window to the streets below
On a freshly fallen silent shroud of snow.
I am a rock,
I am an island.
Ive built walls,
A fortress deep and mighty,
That none may penetrate.
I have no need of friendship; friendship causes pain.
Its laughter and its loving I disdain.
I am a rock,
I am an island.
Dont talk of love,
But Ive heard the words before;
Its sleeping in my memory.
I wont disturb the slumber of feelings that have died.
If I never loved I never would have cried.
I am a rock,
I am an island.
I have my books
And my poetry to protect me;
I am shielded in my armor,
Hiding in my room, safe within my womb.
I touch no one and no one touches me.
I am a rock,
I am an island.
And a rock feels no pain;
And an island never cries.
Af þessu að dæma, ætti lagið frekar að heita I am a Goth.
Þetta er samt uppáhaldslagið mitt (þessa dagana). Svo er myndbandið líka töff. Leikstjórinn beindi bara að þeim myndavélinni og sagði þeim að gera eitthvað, hvað sem var. Þarna sjást því Simon og Garfunkel ganga um og tala um hvað leikstjórinn sé mikið fífl:
föstudagur, 3. október 2008
Hann(es) á afmæli í dag
Í tilefni dagsins vil ég hvetja Jóhannes til að ganga upp að ljótum húsvegg, illa máluðum og skemmdum, og hrópa að honum: Der Mauer muss weg! Hannes uber alles!
Til hamingju með daginn, Hannes.
sunnudagur, 28. september 2008
Sofia Coppola og T-2
Þegar H-Man stakk upp á þessu umfjöllunarefni, var ég vægast sagt efins. Hvað gætu kvikmyndin Terminator 2: Judgment Day og leikkonan/leikstýran Sofia Coppola: Judgment Daughter átt sameiginlegt? Mér til mikillar furðu tókst mér að grafa upp heilan helling af fróðleik sem IMDb hefur reynt að halda frá almenningi. Það sem á eftir fylgir, eru staðreyndir. Miklu hefur verið fórnað til að færa þessar staðreyndir fram í dagsljósið, en það er mitt verkefni í lífinu að uppljóstra siðblindu, uppræta illsku og uppfræða almenning.
Árið 1990 voru kvikmyndafrömuðir og ímyndarmógúlar Amblin Entertainment á kafi í því, að búa til framhald hinnar geysivinsælu kvikmyndar, The Terminator frá 1984. Allir voru tilbúnir, Arnold hafði nýlokið upprifjunarkúrsi í ensku og Linda Hamilton hafði ekkert borðað nema glerbrot og gaddavír seinustu þrjá mánuði. Þá handleggsbrotnaði James Cameron skyndilega þegar hann féll ofan af bílskúr.
"Það var ógeðslega vont," sagði hann á blaðamannafundi daginn eftir.
Áður en framleiðendurnir náðu að bregðast við, bauðst sjálfur Francis Ford Coppola til að stíga í skarðið. Hann var þá nýbúinn að ljúka tökum á Godfather 3 og framleiðendurnir hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Maðurinn var jú viðurkenndur snillingur. Hvers vegna entist hann þá bara í einn dag sem leikstjóri T2? Hvers vegna samþykkti James Cameron að leikstýra 137 mínútna kvikmynd með handlegginn í gifsi?
Nú hrópa flest ykkar á tölvuskjáinn: "Vegna þess að hann vildi láta Sofiu Coppola leika Söruh Connor!"
Það er vissulega rétt í sjálfu sér, en þetta gerðist áður en Godfather 3 kom út og mannkynið hafði ekki enn orðið fyrir leikhæfileikum Sofiu. Nei, það var Francis Ford sem var vandamálið.
Fyrsta tökudaginn mætti FFC nefnilega með nýtt handrit undir arminum. Hér eru nokkrir úrdrættir sem eflaust útskýra ákvörðun mógúlanna:
(Myndin hefst á því að Arnold kíkir út gegnum rimlagluggatjöld.)
Arnold (hugsar):
The future. Shit. I´m still only in the future.
Every time I think I'm going to wake up back in the past. When I was home after my first tour, it was worse. I'd wake up and there'd be nothing. I hardly said a word to my wife until I said yes to a divorce. When I was here I wanted to be there. When I was there, all I could think of was getting back into the past.
I've been here a week now. Waiting for a mission, getting softer. Every minute I stay in this room I get weaker. And every minute John Connor squats in the past he gets stronger. Each time I look around the walls move in a little tighter.
Everyone gets everything he wants. I wanted a mission, and for my sins they gave me one. Brought it up to me like room service.
Framleiðendurnir urðu strax mjög skeptískir eftir þessar allra fyrstu línur. Á spássíuna skrifuðu þeir tvær spurningar:
Hefurðu séð fyrri myndina?
og
Hefurðu séð Apocalypse Now?
En það átti bara eftir að versna:
John Connor: This is weird. The other robot sent me fish in the mail.
Arnold: Your fosterparents are dead.
Spássíurnar eru útkrotaðar af athugasemdum og spurningum fram að síðu 30, en þá virtust þeir hafa gefist upp.
Póstmaður: I´ve got a delivery for Mr John Connor from Mr T-1000.
John Connor: What is it?
Póstmaður: It´s a freezer box full of fish.
Arnold (þrífur í Póstmanninn): What kind of fish?
Póstmaður: Halibut.
Arnold (snýr sér að John Connor): Your fosterparents are dead.
John Connor: I know.
Seinna:
Arnold: What is wrong with your eyes?
John Connor (með tárvot augu): Nothing.
Arnold: They are malfunctioning. Let me squeese them out of your skull and replace them with small rocks.
John Connor: No, don't. I´m just crying. Don´t terminators ever cry?
Arnold: Negative. We tuhminate.
John Connor: Then what do you do when you feel blue and just want to crawl up under a blanket and watch a sad movie.
Arnold: I tuhminate.
John Connor (öskrar): What kind of a machine are you? Don´t you have any feelings at all?
Arnold: You seem to be experiencing psychological problems. Let me squeese out your brain and replace it with a rock.
T-1000 (vonda) vélmennið er álíka vel gefið og brauðrist og JC og Arnold tekst að tefja það með því að stilla því fyrir framan spegil.
T-1000: What´re you looking at? Talkin' to me? I said, are you talkin' to me? I don't see anyone else here. You talkin to me, huh?
Seinna:
Sarah Connor (Sofia Coppola): He´s the terminator, too.
John Connor: I know.
Seinasta atriðið:
Arnold: I know now why humans cry.
Sarah Connor (grátandi): You do?
Arnold: Affirmative. It has something to do with smell.
Sarah Connor: Why do you say that?
Arnold: Because your acting stinks.
(Arnold og John Connor háfimma hvorn annan.)
Francis Ford hefur ávallt staðið vörð um frammistöðu Sofiu í Godfather 3 og sagt hana vera vanmetna og að hún hafi betri skilning á persónunni en almenningur og gagnrýnendur. Hér er þó sjaldséð heimild um gremju Francisar í garð dóttur sinnar.
Framleiðendurnir hringdu umsvifalaust í James Cameron og lásu nokkrar línur fyrir hann. James beið ekki boðanna, heldur var hann mættur í vinnuna daginn eftir. Handritinu var fleygt ofan í djúpan pytt þar sem það lá óhreyft í 18 ár. Francis snéri sér hins vegar að heillavænlegra verkefni, en það var Bram Stoker´s Dracula.
Það er þó ekki þar með sagt, að sagan endi hér. Árið 2002 tókst Sofu Coppola að lauma sér bakdyramegin upp í leikstjórasætið við myndina Terminator 3: Rise of the Machines. Nokkrum dögum seinna var hún vinsamlega beðin um að hypja sig. Í staðinn fékk hún að leikstýra Lost in Translation, en þessar myndir voru báðar frumsýndar 2003.
Hvers vegna vildu framleiðendurnir ekki Sofiu við taumana? Kíkjum aðeins á handritið:
John Connor og Claire Danes sitja í aftursæti bíls meðan Arnold keyrir. Þau eru á flótta undan vonda vélmenninu. JC og CD stara út um bílrúðurnar, borgir og náttúra líða hjá.
Claire Danes: Do all robots have the same haircut?
John Connor: That´s a good question.
Tíminn líður og þau reyna að drepa tímann í aftursætinu. John Connor tekur fram ferðaskáksett (með segulmögnuðum taflmönnum).
John Connor: Sometimes I wish my feet were magnetic, so I could stay still for one moment.
Claire Danes: I know what you mean.
Eftir að hafa keyrt alla nóttina staldra þau við á bensínstöð. Arnold dælir á bílinn meðan hin teygja úr sér. Arnold sest inn í bílinn.
John Connor: Come on, we have to keep moving.
Claire Danes: I don´t think I can come with you.
John Connor (hikar): I understand what you mean.
Claire Danes: I know you do.
Þau kveðjast ekki, heldur standa þögul og stara á hvort annað í hálfa mínútu. Arnold ræskir sig á vélrænan hátt. John Connor sest upp í bílinn og þeir keyra af stað. Við sjáum hvar Claire Danes fjarlægist inn í myrkrið þar til hún er alveg horfin og John Connor horfir á næturljósin sem líða framhjá, eitt af öðru.
Þeim sem efast um að þetta hefði orðið afar leiðinleg hasarmynd, er bent á, að þetta var ekki úrdráttur.
Þetta var handritið í heild sinni.
fimmtudagur, 25. september 2008
Hvernig eyðum við eyðimörkinni? Svar: Með nýjum degi.
Seinasta sumarfrí fór hins vegar fyrir lítið. Ég hafði unnið mikið fram að fríinu og álagið var orðið jafnmikið og álagið á Batman í lok seinustu Batman-myndar. Þegar ég loksins komst í frí, tók við meiri vinna. Ég þurfti að halda upp á sama brúðkaupið þrisvar sinnum, ferðast til Íslands (Klakann (Skerið (Frón))) þar sem ég þurfti að sinna landkynningum og hitta nokkurn veginn öll skyldmenni og flestalla vini mína á örfáum dögum. Þegar fríinu var lokið, var ég gjörsamlega uppgefinn, þannig að ég ráðfærði mig við dagatalið. Mér varð heldur betur brugðið.
Hvít, rúðustrikuð eyðimörk.
Ekki einn einasti frídagur fram að jólum. Fimm mánuðir af púli framundan og hvað svo? Fullorðnir fá ekki einu sinni almennilegt jólafrí, það tekur því varla að setjast við jólatréið. Flestir opna pakkana sína í bílnum á leiðinni í vinnuna og taka með sér samloku með hangiáleggi og grænum baunum sem þau slafra í sig, rennsveitt og titrandi af stressi. Í skólanum er börnunum kennt að sækja um greiðslufrest og hvernig eigi að fá sem hæsta yfirdráttarheimild. Þannig eru jólin orðin á flestum heimilum. Engu að síður eru þrír mánuðir lagðir undir þessa hátíð, sem tekur í mesta lagi eina viku. Jólalög, jólasveinar, jólaskreytingar, jólanammi og jólaauglýsingar allan sólarhringinn.
Þetta er orðið allt of mikið.
En hvað er til ráða? Það er ekki hægt að banna fólki að nauðga jólunum, það eru margar verslanir sem lifa á jólunum. Þær eru reknar með tapi restina af árinu. Björgvin Halldórsson þarf líka að eiga fyrir salti í grautinn. En eitthvað verður að gera. Ég þekki engan sem þykir þetta viðunandi ástand.
Þetta er mín tillaga:
Við búum til nýja hátíð milli sumars og jóla, einhvern tíma í seinni hluta október. Hátíðin heitir Dagur sverðsins og nær hápunkti á seinasta sunnudegi í október. Hátíðinni fylgja tveir frídagar: föstudagurinn fyrir og mánudagurinn eftir, þannig að úr verður fjögurra daga helgi í miðri dagatalseyðimörkinni.
Hvað er eiginlega Dagur sverðsins?
Á degi sverðsins höldum við upp á bardagalistir og helst þær sem hafa með sverð að gera. Þannig yrði hátíðin nauðsynlegt mótvægi við hátíð ljóss og friðar. Umgjörðin er ennþá frekar óljós og býður upp á fjölbreytileika og mismunandi fjölskylduhefðir. Auðvitað mun markaðurinn stýra því hvernig hátíðin þróast gegnum árin, en það eru ótal möguleikar í stöðunni.
Mér hefur lengi þótt vanta alþjóðlega hátíð sem krefst grímubúninga á sama hátt og Hrekkjavaka, sem er eiginlega of bandarísk til að ná að slá í gegn á Íslandi. Ekki veit ég hvað ég myndi gera ef einhverjir krakkaormar kæmu heim til mín og heimtuðu nammi. (Ætli ég myndi ekki lemja þá og hringja svo á lögguna, sem myndi koma og berja þá og ég myndi saka þá um að hafa stolið af mér nammi þannig að þeir yrðu að gefa mér allt nammið sitt. Það væru alla vega mín fyrstu viðbrögð. Svo eru ansi margir klikkhausar í umferð. Þeir eru til alls líklegir.) Á Degi sverðsins væri þess vegna hægt að klæða sig eins og samúræji, riddari, hálendingur, sjóræningi eða hvern þann sem berst með sverði.
Það gæti líka orðið hefð að gefa fólki teiknimyndir og teiknimyndasögur og yrði til þess að þessir geirar gætu stækkað sína markaði. Þessar sögur og myndir þyrftu ekki nauðsynlega að fjalla um sverð, ekki frekar en jólagjafir þurfa að tengjast jólunum.
Sjónvarpsstöðvar myndu sýna heimildarmyndir um stríðssögu og kvikmyndir eins og Lord of the Rings, Highlander, Kill Bill og The Sword & the Sorcerer. Möguleikarnir eru óendanlegir. Sverðadagsmatur? Sverðfiskur. Sverðadagsnammi? Sleikjó sem væri í laginu eins og sverð. Sverðadagstónlist?
Ólíklegustu fyrirtæki gætu komið ár sinni vel fyrir borð og markaðssett sína vöru sem Sverðadagsvöru á svipaðan hátt og Coca-Cola markaðssetti kólasveininn rauða og hvíta.
Mikilvægast væri þó að við fengjum langa helgi milli sumars og jóla. Fullorðna fólkið, ekki börnin og alls ekki kennararnir. Þau yrðu náttúrulega að vera í skólanum til að bæta upp fyrir jólafríið.
Hvað finnst ykkur? Það væri auðvitað hægt að hafa öðruvísi hátíð. Eitthvað sem tengist Batman (en það væri kannski of einhæft og of svalt til að láta hálfvita eyðileggja það) eða H. P. Lovecraft eða tímaferðalögum eða gagnkynhneigð. Einhverjar tillögur?
mánudagur, 22. september 2008
Staða þessa bloggs
Þrátt fyrir að hafa rúman mánuð til að svara, stóð Hannes (sem einnig gengur undir rappnafninu Heinouz Krimz) uppi með flesta rétta, eða fimm.
Vonandi fer að kvikna aftur eitthvert lífsmark í þessu bloggi. Ég hef verið fáránlega upptekinn undanfarið, en er vonandi kominn yfir það versta. Ég skulda His Heinousness nokkur innlegg og munu þau hafa forgang. Annars hef ég grafið upp margt misjafnt um þekkta siðvillinga og hlakka til að deila þeim upplýsingum með umheiminum.
Það hvarflaði að mér, að það gæti kannski verið ansi sjálfhverft og siðlaust að láta fólk kíkja inn á síðuna daglega í leit að einhverri lífsfyllingu en þurfa síðan að hverfa frá, tómhent. Þess vegna get ég sent þeim sem vilja, tölvupóst í hvert sinn sem ég gef út nýtt innlegg. Skráið ykkur bara í kommentakerfið, ég hef póstföngin hjá flestum þannig að þið þurfið ekki að deila þeim með umheiminum frekar en þið viljið.
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Ömurlegir keppendur - ömurleg keppni - ný þriðjudagsgáta
Seinasta gáta var svo hlægilega einföld, að ég er hneykslaður, móðgaður og blengdur yfir þessari dræmu þátttöku. Hér eru dæmi um þær tengingar sem hægt hefði verið að nefna. Takið eftir, að þetta eru allra augljósustu tengingarnar, það sem blindur maður hefði séð með bæði augun lokuð:
Manowar-Ozzy Osbourne:
1. Gítarleikari Ozzys lítur svolítið út eins og Eomar (Jómar) úr Lord of the Rings 2.
2. Fyrrum gítarleikari Ozzys, Randy Rhoads leit svolítið út eins og álfur.
3. Eric Adams og Joey DiMayo úr Manowar kynntust þegar þeir voru rótarar fyrir Black Sabbath.
Ozzy-Black Sabbath:
1. Ozzy var söngvarinn í Black Sabbath. Frekar augljóst.
Black Sabbath-Pantera:
1. Lagið sem Pantera spilar í myndbandinu (Planet Caravan) var upprunalega BS lag.
Pantera - The Beatles:
1. John Lennon og Dimebag Darrell voru báðir skotnir til bana.
The Beatles - Dolly Parton
1. Þetta var meira tilraun. Mig langaði að sjá hvað fólk myndi leggja til. Þá bjóst ég náttúrulega við einhverri þáttöku. Ég var ungur og saklaus.
Dolly Parton - Nine Inch Nails
1. Sama hér
Nine Inch Nails - Marilyn Manson
1. Þessi var svo fáránlega einföld. Marilyn Manson spilar á gítar í NIN myndbandinu og syngur með. Halló!
2. Trent Reznor uppgötvaði MM, kom honum á kortið, pródúseraði tvær af fyrstu plötunum hans.
3. Myndbandið var tekið upp í húsi Sharon Tate, fyrrum eiginkonu Romans Polanskis, þar sem hún var myrt af fylgismönnum Charles Mansons.
Marilyn Manson - Outkast
1. Myndband MMs er greinilega byggt á smásögunni The Lottery eftir Shirley Jackson, sem hefur sennilega verið kölluð Ms. Jackson og einhver hefur örugglega beðið hana afsökunar og reynt að sannfæra hana um að hann væri raunverulegur.
Til hamingju Hannes. Þú vannst þessa ofmetnu keppni.
Vindum okkar umsvifalaust í næstu gátu, en hún er á þessa leið:
Sögnin að tippa er ekki dónaleg. Sögnin að tippa einhvern, er hins vegar dónaleg.
Í þessari gátu fær hver keppandi þrjár tilraunir (tippraunir? (hljómar mjög sársaukafullt)) til að tippa seinasta spilunarlista:
1. Crown and the Ring - Mama, I´m Coming Home
2. Mama - Sabbath Bloody Sabbath
3. SBS - Planet Caravan
4. PC - In my Life
5. In my Life - I will always love you
6. I will - Gave Up
7. Gave Up - Man that you fear
8. Man - Ms. Jackson
Þið eigið sem sagt að giska hver útkoman yrði ef þessi lög væru látin keppa um hylli mína:
1, X eða 2.
Eftir hverja ágiskun mun ég upplýsa hversu mörg tippi voru rétt hverju sinni. Að auki mun ég upplýsa hversu margar ágiskanir voru réttar, án þess að taka fram hverjar nákvæmlega. Nú vil ég sjá fleiri keppendur taka þátt. Það er hægt að vinna þetta með því einu að giska. Kommon, tippið, tippið, tippið. Og þið hin líka.
100 aukastig verða gefin fyrir hvern tippabrandara. Ég er kominn með 300 tippi, ég meina stig. Ég meina 400.
sunnudagur, 17. ágúst 2008
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Þriðja Þriðjudagsgátan
Kid Rock (ullabjakk!) og Billie Jean (gott lag en hefur þó aldrei verið mitt uppáhaldslag).
Þú hefur þess vegna hlotið aðalverðlaunin, en það er titill næsta innleggs.
Enginn reyndi þó alvarlega við aukaspurninguna og falla stigin þúsund þess vegna í minn skaut.
Svarið við henni er hlægilega einfalt:
Speglunin sem tengir Kid Rock og Michael Jackson, en skilur þá jafnframt að:
Kid Rock er "tónlistar"maður, Mikjáll er tónlistar"maður".
Ósköp einfalt og eflaust sitja margir eftir með sárt ennið. Sér í lagi þeir sem lömdu höfðinu í lyklaborðið í örvæntingu.
En víkjum okkur umsvifalaust að næstu gátu. Hún er á þessa leið:
Hér fyrir neðan er haganlega samansettur spilunarlisti. Hvert lag tengist laginu á undan og eftir (sum á fleiri en einn vegu). Sumar tengingarnar eru augljósar, aðrar lúmskari, enn aðrar djöfullegar. Ég tek það fram að maður þarf ekki að vera popprokkfróður til að ná árangri í þessari þraut, það skiptir miklu að lesa í sjónrænu vísbendingarnar og sumt þarf sennilega að gúgla.
Svarliðirnir eru sem sagt átta, þ.e.a.s. hvernig tengist lag 1 við lag 2, lag 2 við lag 3 og þannig koll af kolli.
ATH. að þegar maður skammstafar athugið notar maður bara einn punkt. Að auki skal athuga að hver liður gæti haft fleiri en eina tengingu.
Sá/sú vinnur sem finnur flestar tengingar.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Þau eru þau sömu og alltaf.
mánudagur, 11. ágúst 2008
Í þessari bloggfærslu mun ég segja frá stærsta leyndarmál lífs míns. Í alvöru, ég er ekki að djóka! Þetta byrjaði árið 1997 og fyrst um sinn...
Þessa fyrirsögn samdi Jóhannes á hálftíma hér um daginn. Eins og flestum ætti að vera augljóst, er hann borgarbarn, alinn upp á mölinni, var látinn éta möl í morgunmat á hverjum degi í uppvexti sínum, velti sér upp úr mölinni í frímínútum og safnaði mölflugum. Tilvera hans var grá og eymdarleg, hann bjó í steinsteypublokk sem var ekki einu sinni máluð, hún var bara steinsteypugrá og gluggalaus. Það voru ekki einu sinni herbergi í henni, þetta var í raun bara einn stór, steyptur kubbur sem hafði verið plantað í sandkassa.
Þess vegna er það ekki svo skrítið að Jóhannes haldi að hestar séu klaufdýr. Eini hesturinn í lífi hans var mynd af einhyrningi sem hékk yfir skrifborði hans í gluggalausri skrifstofubyggingu þar sem hann stritaði við að framleiða einhæfar vaxlitamyndir af fjölskyldu sinni og gæludýrum. Á mölinni kallast slíkur vinnustaður leikskóli. Þessi einhyrningur hafði fjólublátt glimmerfax og klofna hófa. Jóhannes gaf honum nafnið Falluspóní.
Þessi langi titill minnti mig á bókina Saga af sæháki sem rak í tíu daga á fleka, án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kysstur af fegurðardísum, auglýsingamennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eilífð eftir Gabríel Garcia Marquez. Ekki er leiðum að líkjast, enda var Gabríel Garcia (eða Gabe, eins og vinir hans kölluðu hann) meistari hinna lokkandi titla. Þekktastir þeirra eru án efa Hundrað ára einsemd, Ástin á tímum kóleru og Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu. Allt eru þetta mjög lokkandi bókanöfn. Maður vill umsvifalaust vita meira.
Það er hins vegar ekki hægt að segja um titil þessarar greinar.
Eiginlega er því öfugt farið. Maður vill helst ekki lesa meira. Þess vegna hef ég þetta ekki lengra og óska Jóhannesi til hamingju með sigurinn, sem honum er frjálst að gorta af í eitt ár og einn dag. Það verður árið 1989 og dagurinn verður næsti aðfangadagur.
þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Þriðjudagsgátan
Þú ert sigurvegari seinustu Þriðjudagsgátu, með hinu ágæta giski: Krullhærðu gítarhetjurnar.
Rétt svar var: Gítarhetjur með svart, krullað hár.
Þess vegna færð þú að ákveða titil næsta innleggs.
En vindum okkur strax í næstu gátu:
Seinustu þrjú árin hef ég átt mér mörg uppáhaldslög og hef ég sett nokkur þeirra saman í lista. Raðið þessum sextán lögum í rétta tímaröð, þ.e.a.s. þá röð sem þau lentu í uppáhaldi:
Smá grín.
Þriðjudagsgátan er á þessa leið:
Á þessum lagalista er að finna tvö lög sem hafa ekki verið meðal uppáhaldslaga minna seinustu þrjú árin. Nefnið þau.
Verðlaunin eru þau sömu og áður. Sigurvegarinn fær að nefna næsta blogginnlegg mitt.
Aukaliður: Í þessum tveim lögum er að finna merkilegan dúalisma, ákveðna speglun, eitthvað sem tengir lögin en skilur þau jafnframt að. Sá/sú sem getur bent á hana fær 1000 stig sem má nota að vild.
Hver keppandi hlýtur fjórar tilraunir. Góða skemmtun.
laugardagur, 2. ágúst 2008
Hvor myndi vinna, Batman eða Highlander?
Hann hefur reyndar verið persónuleg hetja mín lengi, en með nýjustu mynd sinni hefur hann hlotið varanlegan heiðurssess í þessu bloggi. Máli mínu til stuðnings bendi ég á gamla grein um hið meinta góðmenni Móður Teresu.
Þessu bloggi hefur einnig áskotnast viðhafnarútgáfa af kvikmyndinni Highlander. Ber hún undirtitilinn The Immortal Edition og kemur í stálhulstri. Eins og flestir vita, endist stál að eilífu meðan plast endist bara í fimmtíu þúsund ár og byrjar þá að brotna niður, hægt en örugglega. Í tilefni af þessari útgáfu hefur Manowar samið lagið Box of Steel. Því miður er það ekki að finna á disknum, en þarna eru þrjár heimildarmyndir, einkaviðtal við Cristopher Lambert og umfjöllun (commentary) í boði leikstjórans, Russell Mulcahy. Sá var að ljúka tökum á kvikmyndinni Zen in the Art of Slaying Vampires, en hún lofar víst góðu ef eitthvað er að marka titilinn.
Annars er allt að verða vitlaust í Þriðjudagsgátunni. Jóhannes og Hannes standa hnífjafnir. Hvor um sig búnir að geta eitt hinna þriggja orða sem mynda titil spilunarlistans. Sá eða sú sem getur upp á þriðja orðinu og púslar öllu saman, mun fara með sigur af hólmi. Það er til mikils að vinna og þess vegna ekki ólíklegt að sveittir fingur muni gegnbleyta lyklaborð næstu daga og nætur.
sunnudagur, 20. júlí 2008
Fyrsta þriðjudagsgátan
Þess vegna hef ég bætt við nýjum lið í þetta blogg: Þriðjudagsgátunni. Sú fyrsta er ansi einföld, en hún er á þessa leið:
Hvað heitir þessi spilunarlisti?
Sá eða sú sem kemst næst svarinu fyrir næsta sunnudag fær að launum að ákveða titilinn (og þ.a.l. innihald) á næsta blogginnleggi mínu.
sunnudagur, 13. júlí 2008
Sunnudagspredikun
Friðþjófur, Þrándur og Gómez virðast vera góðar vinir. Kvöld eitt sitja þeir við kaffidrykkju heima hjá Þrándi:
Friðþjófur: ... og þá starði hann á mig og muldraði einhverja vitleysu. Og hvað haldiði að ég hafi sagt?Hver kannast ekki við þessar aðstæður? Baktal er heilbrigð tjáning á platónskri ást. Best væri að líkja því við hárbeittan hníf sem má nota til að tálga listaverk úr tré eða skera fitu af kjöti. Á sama hátt má nota hann sem lélegan tjaldhæl eða ómögulegt kökukefli. Það krefst mikillar natni að beita baktalinu rétt og sé ekki farið að með gát, er hætta á stórslysi. Þrándur brást við með óheilindum og galt með pínlegum aðstæðum. Hvernig hefði Gómez brugðist við sömu aðstæðum?
Gómez og Þrándur: Hvað sagðirðu, Friðþjófur?
F: Ég sagði bara: Hey þú, hefurðu einhvern tíma lesið Proust í flugvél?
G og Þ: HAHAHAHAHAHA!!!
F: He he, talandi um Proust, ég þarf að bregða mér á snyrtinguna.
Friðþjófur yfirgefur herbergið
Þ: Úff, ég er alveg búinn að fá nóg af þessum manni.
G: Segjum tveir.
Þ: Hann er svo ótrúlega ánægður með sjálfan sig og svo hrækir hann þegar hann talar og lyktar eins og harðfiskur.
G: Já, og hefurðu séð neglurnar á honum? Það mætti halda að hann kynni ekki að nota naglaþjöl.
Þ: Já, og svo talar hann alltaf svo illa um útlendinga og fatlaða. Fyrst hélt ég að hann væri bara að grínast, en ég hef áhyggjur af þessu. Sérstaklega að hann skuli vitna svona oft og nákvæmlega í Mein Kampf.
G: Einmitt. Og svo er eins og hann viti ekki að steypireyður sé kvenkynsorð. Hefurðu heyrt hann beygja það?
Þ: Ég er líka búinn að fá nóg af öllum þessum fáránlegu afsökunum. Eins og það, hvernig hann er alltaf að afsaka marblettina á kærustunni sinni.
G: Já, nákvæmlega, og svo sorterar hann ekki geisladiskana sína. Þeir eru ekki einu sinni í stafrófsröð.
Þ: Það fer líka ótrúlega í taugarnar á mér að hann skuli koma í heimsókn til mín, til þess eins að hitta systur mína. Hún er bara tólf ára!
Friðþjófur birtist skyndilega í dyragættinni.
Þ: Ööö ... og svo fór ég í Ikea.
G: Nú, er það?
Þ: Já.
G: Hvað keyptirðu?
Þ: Ekki neitt.
G: Ekkert? Ekki einu sinni kerti?
Þ: Jú, auðvitað keypti ég kerti, þarf nú varla að taka það fram. Og servíettur náttúrulega.
Friðþjófur stendur ennþá í dyragættinni, neðri vörin titrar og stakt tár rennur niður kinnina. Pínlegt.
G: Og hefurðu lyktað af hárinu hans? Hann notar eplasjampó!Best hefði þó verið að segja sannleikann:
Friðþjófur birtist skyndilega í dyragættinni.
G: Og þá tókst okkur loksins að stöðva blæðinguna og læknirinn reif af sér hvíta jakkann sinn og sagðist aldrei aftur ætla að lækna fólk og kastaði jakkanum í eldinn. Ég hafði gubbað svolítið í munninn en tókst að gleypa það rétt áður en hún kyssti mig en það kom einhver svipur á hana. Ó, ertu kominn aftur? Eigum við að fara að koma okkur?
Þ: Já, við þurfum að flýta okkur.
F (ringlaður): Ha? Hvað voruð þið að tala um? Fara hvert?
G: Hvert? Til Kasmír! Við ætlum að finna hina dularfullu borg, Shangri-la!
Þ og G og F: Hinir þróttmiklu þrír ætla til Shangri-la!
Þeir stökkva allir í loft upp og smella lófum að hætti Hinna þróttmiklu þriggja.
Friðþjófur stendur í dyragættinni. Þögnin í herberginu er þrúgandi. Ekkert heyrist nema lágt kjökur og hundsgelt einhvers staðar í fjarskanum. Tárin streyma niður vangana og horið seytlar löturhægt úr nösunum.Látið þetta ykkur að kenningu verða. Sannleikurinn sigrar siðblindu. Góðar stundir.
Þ: Mér þykir það leitt, en við höfum haft áhyggjur af þessu ansi lengi.
G: Það er ekki of seint fyrir þig að leita hjálpar.
Þ: Við hefðum átt að bjóða fram aðstoð okkar. Við erum jú bestu vinir þínir.
F (sýgur upp í nefið, snöktar): Ég hef reynt að fela þetta svo lengi fyrir ykkur. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta.
Þ: Svona, svona, þetta á allt eftir að lagast. Við munum hjálpa þér. Er það ekki, Gómez?
G: Jú, auðvitað. Sækýr beygist eins og kýr. Til sækýr, ekki sækúar. Ekki snýta þér í ermina.
fimmtudagur, 10. júlí 2008
Cthulhu er minn! Öfundið mig!
They were not composed altogether of flesh and blood. They had shape...but that shape was not made of matter. When the stars were right, They could plunge from world to world through the sky; but when the stars were wrong, They could not live. But although They no longer lived, They would never really die. They all lay in stone houses in Their great city of R'lyeh, preserved by the spells of mighty Cthulhu for a glorious resurrection when the stars and the earth might once more be ready for Them.
That is not dead which can eternal lie.
- And with strange æons even death may die.
Erum við dæmd til að vera hallærisleg?
Móri var fyrsti íslenski glæparapparinn. Hans textar fjölluðu ekki um erfiðan uppvöxt í gettói efra Breiðholts, heldur grínaðist hann með línur eins og:
Aldrei framar mun ég bera hlekkiHvað myndi gerast ef raunverulegir glæpamenn myndu fjalla um sína glæpi á opinskáan hátt, án nokkurar kímni eða kaldhæðni? Hvað myndi gerast ef Franklín Steiner, Sólbaðsstofuræninginn og Kalli Bjarni hefðu gert eitthvað á þessa leið:
Ég einfaldlega get það ekki
Myndi fólk gera í buxurnar af hræðslu?
Einhverjir myndu sennilega hneykslast og heimta ritskoðun.
En myndu ekki flestir hlæja sig máttlausa?
Af hverju eru N.W.A. þá svona ótrúlega svalir? Liggur það í tungumálinu? Er íslenskan ófær um að tjá nokkuð svalt? Er það þess vegna sem táningar slá um sig með bandarísku gettóslangri (dæmi: no doubt, word up to tha spites, bling in tha zimzallabim, flipz 'n slipz, okeydokey wit da hokeyblokey og ýmislegt í þeim dúr)?
Hér er forvitnilegt samtal þar sem Stephen Fry tekur fyrir svipaða spurningu: Ef Hitler hefði verið enskur, hefði honum þá tekist að æsa upp Englendinga með lýðskrumi sínu? Býður enskan upp á dramatík af hans sort, eða er hún of kaldhæðin?
föstudagur, 27. júní 2008
Tileinkað Leonard Cohen
Góður popprokkslagari inniheldur öllu jafna góðan/eftirminnilegan texta. Eitthvað sem festist umsvifalaust í almenningsvitundinni og spilast stanslaust einhvers staðar neðst í undirvitund saklausra útvarpsunnenda. Sumir textar eru eins og Ástralía, samspil galdra, orða og ímynda sem er gjörsamlega einstætt. Manni finnst ótrúlegt að einhver skyldi hafa sest niður og skáldað upp hvert orð. Það er einhvern veginn eðlilegra að þessar línur hafi, líkt og Ástralía, alltaf verið þarna. Þær voru bara uppgötvaðar.
Þau lög sem falla í þennan flokk eru fyrst og fremst lögin sem allir þekkja og geta sungið: Imagine (John Lennon), Hey Jude (og fleiri Bítlalög), Paradise City (þá aðallega viðlagið), Hey Joe, Sweet Dreams, Billie Jean og svo mætti lengi telja.
En einhvers staðar verða textarnir til. Margar fallegustu ljóðlínurnar eiga rætur sínar í sársauka, ástarsorg, missi og eftirsjá. Lögin sem fjalla um frábær sumur á baðströndinni, peninga og frægð (með tilsvarandi úttekt á hreðjum söngvarans) eru ekki jafn eftirminnileg.
Í mörgum táningapopplögum biður söngvarinn kærustuna sína afsökunar á hinum ýmsu syndum sínum. Baby, I'm sorry for all the times that I made you cry er t.d. mjög vinsæl lína og kveikjan að því að ég settist niður og fór að skrifa þessa grein.
Það skiptir voða litlu máli hvað ég geri af mér, það nægir að biðjast afsökunar. Það er alveg nóg. Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að ég þyrfti að semja vinsælt popplag og leika í tónlistarmyndbandi til að útskýra að ég sjái eftir einhverju sem ég gerði. Það fyrsta sem ég hugsa þegar ég heyri þessháttar játningar í froðuformi er:
1) Hann hélt framhjá henni.
2) Hann lamdi hana.
...og svo þegar seinasta viðlagið hefst, söngvarinn kreppir hnefana, tekur sér krókaleiðir gegnum þúsund skrautnótur og fórnar höndum sínum til himins meðan regnið dynur á honum, blasir svarið við mér:
3) Hann nauðgaði systur hennar.
Margir vinsælustu popptextar seinustu fimmtíu ára fela einmitt slíkan viðbjóð bakvið einlægar og fallegar játningar þar sem söngvarinn segir aðeins hálfan sannleikann og lýgur með þögninni. Hljómsveitin The Beatles er þekkt fyrir allt annað en siðblindu og mannvonsku, en jafnvel þar örlar á einhverri brenglun, einhverri röskun á geði hins geðþekka Paul (borið fram Pol) MacCartney.
Í laginu She Loves You (Yeah, Yeah, Yeah) segir nefnilega:
You think you lost your love,
Well I saw her yesterday.
It's you she's thinking of
And she told me what to say.
She says she loves you
And you know that can't be bad.
Yes, she loves you
And you know you should be glad.
Þetta byrjar ósköp sakleysislega. Sögumaður færir vini sínum gleðifréttir. Gott mál. Við skulum athuga hvað gerist í næsta erindi:
She said you hurt her so
She almost lost her mind.
But now she says she knows
You're not the hurting kind.
She says she loves you
And you know that can't be bad.
Yes, she loves you
And you know you should be glad. Ooh!
Ha?
Hann særði hana sem sagt svo illilega að hún missti nánast vitið? Hvers konar fauti er þetta eiginlega? Og hvort var þetta líkamlegur eða sálrænn sársauki? Skiptir það einhverju máli? Þrátt fyrir það að hafa næstum verið lögð inn á stofnun vegna þessa óbermis, segist hún loks hafa gert sér grein fyrir því að þetta var ekki viljandi hjá greyið manninum.
Ha?
Skoðum seinasta erindið:
And now it's up to you,
I think it's only fair,
Pride can hurt you, too,
Apologize to her
Because she loves you
And you know that can't be bad.
Yes, she loves you
And you know you should be glad. Ooh!
Bíddu, hversu siðblindur er þessi maður eiginlega? Paul þarf að grátbiðja hann um að biðja aumingja konuna afsökunar. Í lok lagsins er hann orðinn svo uppgefinn á þrjóskunni í vini sínum, að hann kveinar: Ooh!
Þetta lag sló rækilega í gegn á sínum tíma og er löngu orðið klassískur smellur á heimsmælikvarða. Enda eru eflaust margir sem eiga siðblindan vin sem þarf að fá útskýringu á einföldustu atriðum mannlegra samskipta. Pope John Paul George & Ringo (betur þekktur sem Pope John Paul eða Jóhannes Páll páfi hinn fyrri) setti She Loves You á sinn topp tíu lista yfir bestu ástarlög allra tíma. Annars var hann að eigin sögn meira fyrir Rolling Stones.
Svona geta ógeðslegir og truflandi textar læðst inn bakdyramegin í almenningsvitundina. Árið 1979 var kvikmyndin Life of Brian réttilega bönnuð í Noregi fyrir guðlast og ósmekklega nekt. Stærsti sumarsmellurinn það ár var hins vegar lagið Bobby Brown með Frank Zappa. Það lag var bannað í flestum öðrum ríkjum jarðarinnar fyrir línur eins og:
I got a cheerleader here wants to help with my paper
Let her do all the work and maybe later I'll rape her
og
Eventually me and a friend
Sorta drifted along into s&m
I can take about an hour on the tower of power
long as I gets a little golden shower
Þetta sungu norskar fjölskyldur á leið í sumarfríið. Foreldrarnir sungu bakraddir og börnin um nauðgun og geldingu. Og enginn skyldi eitt einasta orð.
Sjálfur uppgötvaði ég nokkuð truflandi þegar ég varð mér úti um eintak af plötunni Dirt með hljómsveitinni Alice in Chains um daginn. Þegar ég var á að giska 17 eða 18 ára hlustaði ég mikið á þessa plötu og var hún yfirleitt sett á fóninn þegar ég var í skapi fyrir hressandi, fjörugt rokk og gruggugar ballöður. Nú, tíu árum síðar hef ég enduruppgötvað þessa skífu og orðið fyrir vægu áfalli. Lögin sem mér þótti svo hressandi að dilla mér við áratugi fyrr voru í raun hræðilega myrk og virtust öll samin í einhverju heróínvonleysi. Smá textabrot úr titillaginu:
I want to taste the dirty,
stinging pistol
in my mouth, on my tongue
I want you to scrape me
from the walls
and go crazy
Jæja, hugsaði ég með sjálfum mér, hann hefur átt eitthvað bágt þennan daginn. En svo rýndi ég ákaft í textann við hin lögin og komst að hræðilegri niðurstöðu: Þessi hressandi stuðplata er einn langur sjálfsmorðsópus forfallins heróínfíkils. Lagið Down in a Hole er ekki hugljúf ballaða. Sickman og Hate to Feel eru ekki partýslagarar. Það var einungis eitt lag sem stóð eftir óbreytt, en það er Rooster sem fjallar um upplifun föður söngvarans úr Víetnam-stríðinu. Hann hafði verið leyniskytta sem gekk undir viðurnefninu Rooster. Mér þótti það huggun harmi gegn að þetta væri bara saklaust rokklag um stríð.
En samt. Það er þarna ein lína:
They spit on me in my homeland
Einhvern veginn tókst honum að draga fýluna sína inn í þetta fjöruga stríðslag.
Svona geta tónlistarmenn dulið raunverulega meiningu bak við dillandi tóna og tönnum fyllt bros ofvaxinna fermingardrengja. Á sama hátt og ég fel innihaldsrýrð, meiningavöntun og merkingarhallæri þessa orðagljáfurs bak við sefgresi myndlíkinga sem móta völundarhús orða og ímynda þar sem lesandinn ráfar um, dasaður og dáleiddur í aðdáunarmóki meðan ég halla mér aftur í sætinu og hlæ með þvílíkum eindæmum, að einglyrnið mitt fellur ofan í koníaksglasið.
Á hinn bóginn eru líka til ótal dæmi þess, að tónlistarmenn skella bara inn þeim orðum sem
a) ríma
eða
b) hljóma vel
án tillits til merkingar eða innihalds. Hér er gott dæmi úr Bon Jovi laginu Bed of Roses. Viðlagið hefst svo:
I wanna lay you down on a bed of roses
For tonight I sleep on a bed of nails
Allt í lagi, þetta sleppur. Hann vill leggja mig í rósabeð í þeirri von að hann fái að liggja þar með mér, vegna þess að hann er búinn að fá nóg af sínu óþægilega rúmi.
Svo koma næstu tvær línur:
I wanna be as close as
the Holy Ghost is
and lay you down
on a bed of roses
que?!
Ekki nóg með það, að hann skuli enda seinni línuna á sögninni is, heldur reynir hann að láta as og is ríma. Og hvað meinar hann eiginlega með þessari línu? Ég hélt að draugar gætu hreyft sig gegnum hluti og verið alltumlykjandi. Vill hann gegnsýra mig? Nei, þetta er bara vitleysa, bara eitthvað sem rímaði.
Svo eru það línurnar sem bara hljóma kúl, eins og Dead or Alive:
I'm a cowboy
On a steel horse I ride
I´m wanted dead or alive
Jon Bon Jovi var lengi vel talinn hættulegur, enda algjör kúreki.
En hvað einkennir eiginlega góðan lagatexta? Eru það ljóðrænar lýsingar, einlægni eða hugmyndaríkt rím? Er það blanda af öllu þrennu? Hvaða máli skiptir þetta eiginlega? Er ekki hægt að semja þúsundir laga með því að blanda saman baby please don't go, I love you so, don't you know how I love you that way (I'm not gay) yeah, baby, yeah do it like that og fleiri þess háttar línur sem koma meira eða minna af sjálfu sér?
Rokkhetjurnar í Manowar hafa átt farsælan feril í aldarfjórðung með því púsla saman tugum lagatexta úr orðunum power, metal, steel, brothers, fight, ride, blood, kill og samið klassíska slagara á borð við:
Blood of my Enemies
Kill with Power
The Power
Kings of Metal
Brothers of Metal
Metal Warriors
Metal Daze
Heart of Steel
og fleiri í þeim dúr:
Svo er líka spurning út af fyrir sig hvort titillinn skipti einhverju máli. Persónulega finnst mér að nafnið eigi að koma fram í laginu, helst í viðlaginu. Francis Ford Coppola aðhyllist þá hugmyndafræði og hefur beitt henni óspart í myndum sínum, sbr. The Godfather:
Tom Hagen: He is the godfather.
Sonny: I know.
Og í Godfather 2:
Tom Hagen: He is the godfather too.
Fredo: I know.
Robert Duvall neitaði að taka þátt í Godfather 3.
Í Apocalypse Now var eftirminnileg sena þar sem Martin Sheen er fangaður af víetnömskum skæruliðum í lok myndarinnar sem pynta hann og spyrja í sífellu:
Víetkong: Apocarypse when? Apocarypse when?
Þá verður Martin Sheen litið út um gluggann og sér kjarnorkusprengju koma fljúgandi í áttina að þeim.
Martin Sheen (sallarólegur): Apocalypse Now.
Og svo springur allt í tætlur.
Þessi aðferð kom einna verst út í kvikmyndinni Bram Stoker's Dracula og varð eiginlega til þess að þaðan í frá var ákveðið að FFC fengi bara að leikstýra myndum sem hétu nafni söguhetjunnar, sbr. Jack.
Hin göfga rokksveit Iron Maiden aðhyllist þessa hugmyndafræði og beitir henni óspart á einstaklega krefjandi máta:
Seventh Son of a Seventh Son
The Rhyme of the Ancient Mariner
Afraid to Shoot Strangers
Can I Play with Madness?
The Loneliness of the Long-Distance Runner
Það er hins vegar varhugavert að dæma bókina eftir kápunni.
Flestir telja sig þekkja söngvarann og grænmetisætuna Sting, eða The Sting eins og hann heitir fullu nafni. Viðurnefnið hlaut hann í fangelsi og hefur orðið honum mikill happafengur, enda hét hann upprunalega Nigel Smith. Fæstir vita þó að hann þvingaði konuna sína til að skipta um nafn, en hún hét upprunalega Roxanne Smith. Ekki nóg með að hann skyldi semja um hana lag (ásamt hljómsveit sinni, The Police) þar sem hún birtist í líki uppþurrkaðrar hóru, heldur neyddi hann hana til að breyta nafninu sínu í The Man-Hole. Þvílíkur níðingur.
Roxanne (The Man-Hole):
Og svo varð allt brjálað þegar geðþekki geðlæknirinn Dre og félagar hans í NWA gáfu út lagið/áfellisdóminn Fuck tha Police. Getur einhver útskýrt það fyrir mér?
Til þess að pakka þessari grein saman, vil ég enda á því sem ég álít góða textasmíð:
mánudagur, 31. mars 2008
Undefeatable
Þetta er úr kvikmyndinni Undefeatable, en hún fjallar um stjórnmálaferil Richards M. Nixon.
þriðjudagur, 4. mars 2008
Annað ágætt myndband
Fyrst ágæti seinasta myndbands vafðist fyrir sumum, hef ég ákveðið að deila með ykkur einu gömlu Cannibal Corpse lagi. Minnir að það heiti Cutting Your Throat with a Blunt Spoon eða eitthvað álíka.
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Svalt myndband, góð músík
Langaði bara að deila einhverju með ykkur. Ég er orðinn eitthvað háður röddinni í þessari manneskju. Svo er hún líka ógeðslega svöl.
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Total
Hi, I´m Jane. Who are you?
I´m Total.
Total?
Yeah, I changed it from Maximum.
Ég er byrjaður að vinna að kvikmynd. Hún á að fjalla um svaka töffara sem heitir Total. Hann er harður í horn að taka og lætur ekki hafa sig að fífli. Myndin hefst á því, að hann situr fyrir utan kaffihús við fjölfarna götu í bandarískri stórborg og les bók. Af og til stoppa gangandi vegfarendur til að spyrja hann að hinu og þessu:
1.
Eldri kona: Excuse me, is this seat taken?
Total: Yes it is. You got a problem with that?
2.
Gangandi vegfarandi: Excuse me, do you know what time it is?
Total: Yeah, it´s half past two. You got a problem with that?
3.
Túristi: Pardon me sir, could you please tell me where I can find this address?
(Túristinn sýnir honum blaðsnepil.)
Total (án þess að líta upp úr bókinni): Sure, it´s just around the corner. You got a problem with that?
Túristi: Which corner, please?
Total: Don´t push your luck.
Þetta byrjunaratriði setur tóninn fyrir restina af myndina. Total er harður í horn að taka. Hann er atvinnulaus heimspekingur sem dregst óvænt inn í heim ósvífinna þorpara og glæsikvenda. Söguþráðurinn er ekki alveg kominn á hreint, en hann mun vafalaust snúast kringum það, hvað Total er ótrúlega svalur. Nokkur dæmi:
1.Dömurnar munu dýrka Total:
X: You´re such a dick.
Total: No I´m not. You´re just confused cause your dick tries so hard to be like me.
2.
Total: Have you ever seen those pre-operative trans-sexuals? You know, the ones that look exactly like chicks except they´ve still got all the bits and pieces dangling between their legs.
X: Uh, sure, shemales. Why?
Total: You look like the exact opposite of that.
3.
X: What time is it?
Total: It´s nine thirty.
X: How do you know? You didn´t even look at your watch.
Total: I don´t own a watch. You got a problem with that?
4.
X: What are you doing?
Total: I´m beating the crap out of the last person that asked me a stupid question.
X: No, you´re not.
Total: I know. I just like to think two steps ahead.
5.
Total: This reminds me of something Socrates once said.
X: What was that?
Total: That your mom should´ve had an abortion.
6.
Total: Whoah! Did you piss your pants or are you just pleased to see me?
7.
Total: You shouldn´t carry anything heavy while you´re pregnant. The strain might make the baby shoot out of you and break it´s skull on the pavement.
Y: Will you help me, then?
Total: Do I look like your bitch?
8.
X: Who the fuck are you and what the fuck are you doing in my house?
Total: I´m Total and I just gave your wife a multiple orgasm.
X: What?!
Total: Listen pal, you don´t want to test my patience. I´ve got a black belt in explaining stupid crap to dumb shits.
Að lokum kemur að því að hann þarf að kljást við vonda kallinn, en hann er algjört illbermi og ómenni:
9.
Vondi kall: You think you´re pretty hot shit, don´t you?
Total: Where there´s smoke, there´s hot shit.
Vondi kall: Fuck you, asshole! You can suck my dick!
Total: What, like, with my mouth? That sounds disgusting. You´re sick.
En hver ætti að leika Total? Og hvað á myndin að heita? Mér hefur bara dottið eitt nafn í hug, Awesome: The Total Story.
Allar tillögur eru vel þegnar.
þriðjudagur, 29. janúar 2008
Í tilefni Óskarsverðlaunanna
John Travolta er ömurlegur. Ég skrifa það aftur: ömurlegur.
Hvað er hann að gera við aumingja Kirk Douglas? Skemmtileg tilviljun (?) að Kirk var sá sem kom því í tísku að vera með rassgat í hökunni, en Travolta hefur hagnast mikið á því. Það er kannski þess vegna sem þeir eru að vefja tungum?
Steven the Seagal er hins vegar svalur. Í hvert sinn sem ég geng edrú inn á bar, rembist ég við að herma eftir þessari senu, en fæ aldrei réttu viðbrögðin. Það fer sérstaklega í taugarnar á fólki þegar ég fer aftur fyrir barinn og byrja að hrinda barþjónunum.
Er það ímyndun í mér, eða fer hann inn á bar og lemur helling af fólki í hverri einustu mynd? Fyrir utan Under Seagal, en hún fjallar um mann sem á ekki efni á hægindastól, heldur lemur þess í stað fólk og sest á það.
föstudagur, 25. janúar 2008
Ringo vs. Paul
Ég myndi persónulega veðja á þann fyrrnefnda. Ringo hefur verið hamingjusamlega kvæntur Barböru Bach í fleiri áratugi. Paul er hins vegar ekkill, en það minnkar lífslíkur hans talsvert. Síðan hefur hann verið að standa í einkastríði við siðblindan kvendjöful. Það er ekki hollt fyrir mann á hans aldri. Þrátt fyrir grænmetisfæðið og dópleysið, þá er lífsstíll hans ekkert sérlega heilbrigður. Hann er alltaf á tónleikaferðum og að taka upp plötur, en það verður enginn gamall af þess háttar iðju.
Ringo slappar hins vegar bara af, borðar fisk og franskar, heldur partý stöku sinnum og nýtur vímuefna í hófi eins og gamalmenni yfirleitt. Ég spái því þess vegna að Ringo verði seinasti eftirlifandi bítillinn og að máttur, spilageta og vinsældir hinna bítlanna muni flytjast yfir í hann.
Hann mun gefa út sólóplötu sem selst í fleiri eintökum en nokkur bítlaplata og breytir nafni sínu í Ringo the Star. Platan mun bera hið viðeigandi nafn There can be only one.
Þessum nýfengnu hæfileikum mun hins vegar fylgja sá löstur, að Ringo stækkar ekki bara sem listamaður, heldur einnig líkamlega. Það verður til þess að hann verður fljótlega á stærð við Big Ben og þjóðir heimsins sjá sig tilneyddar til að lóga honum þar sem hann étur mat á við lítið Afríkuland. Þessi harmsaga endar svo á því að Ringo the Star reynir að stökkva undan flugskeytaárásum en lendir þá óvart á sporbraut um jörðina. Þar mun hann svífa, frosinn í myrkri himingeimsins og bíða þess að snúa aftur til að hefna sín á mannkyninu.
Hvað haldið þið? Ringo eða Paul?
fimmtudagur, 24. janúar 2008
Hoffman - örlítill viðauki
Þetta var eina myndin sem ég fann á netinu, en ég man vel eftir þessum þætti. Þessi maður er eitthvað sjúkur.
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Marilyn Manson í viðtali hjá Bill O´Reilly
Hefði haldið að Bill yrði árásargjarnari, en Manson hefur greinilega mjög róandi áhrif á hann. Fannst O´Reilly koma úr hörðustu átt þegar hann setti út á útlit og klæðaburð Mansons. Það er samt greinilegt að hann er bara með fyrirfram ákveðnar spurningar sem hann fylgir ekkert eftir. Það kalla ég lélega fréttamennsku. Hann er samt ekki siðblindur. Og ekki Manson heldur. Þannig að þetta verður ekki lengra í bili.
þriðjudagur, 22. janúar 2008
Spurning til þess er veit.
Það er eitt sem ég hef verið að velta svolítið lengi fyrir mér. Þegar Jesú fæddist, afmeyjaði hann þá móður sína? Fyrst hún var hrein mey þegar getnaðurinn átti sér stað, þá hlaut meyjarhaftið að vera ósnortið þar til frelsarinn kom í heiminn og rauf sér leið gegnum það, eða hvað? Mig langar eiginlega að vita svarið en ég efast um að það standi skrifað í Biblíunni og ég þori ekki að spyrja prest.
Ég vil taka það fram að það er ekki mér að kenna, að svona spurningar leita á mig. Þær bara gera það. Fyrirgefðu, Guð.
mánudagur, 21. janúar 2008
Frægt fólk og siðblinda. Undantekning eða regla?
Það dylst engum sem hefur séð hljómsveitina U2 á tónleikum, að Bono gerir miskunnarlaust grín að þroskaheftum með sviðsframkomu sinni. Samt er þessi maður yfirlýstur snillingur og mannvinur af mikilsvirtu fólki. Ég held meira að segja að Nelson Mandela hafi kysst hann einu sinni (á kinnina reyndar, en samt...).
Hér sést Bono herma eftir öllu því sem Wyclef Jean segir með þroskaheftri röddu.
Það er engin skömm að því að láta blekkjast af glitrinu og glamúrnum. Þessar stjörnur eru yfirleitt umkringdar myndavélum sem dynja á þeim með blikkandi ljósum, en það er ein af mörgum leiðum sem notaðar eru til að dáleiða fólk við yfirheyrslur. Þetta ljósaáreiti verður til þess að grunlaus áhorfandinn heima í stofu trúir því skyndilega að þessi stjarna sé mikilvægari en allt annað í lífi sínu, að hann myndi glaður skipta út lífi sínu fyrir líf þessarar stjörnu. Þannig verður til kúltúr, gegnum fjöldadáleiðingu, þar sem ekkert er mikilvægara en að vera frægur. Áður fyrr voru svipaðar aðferðir notaðar við trúarathafnir og þá sérstaklega þegar nýir biskupar eða páfa voru skipaðir til að undirstrika heilagleika þeirra í hugum fólks.
Nú eru eflaust margir sem lesa þetta sem hugsa sem svo:
Nei, honum getur ekki verið alvara. Vissulega er augljóst að Bono er viðbjóðslegur, en þetta er upp til hópa ágætis fólk.
Er það já? Hvernig væri að taka lítið dæmi úr raunveruleikanum?
Richard Gere er þekktur hjartaknúsari frá Hollywood.
Hann er einna þekktastur fyrir myndir eins og Pretty Woman, An Officer and a Gentleman og American Gigolo. Það vekur strax athygli mína að tvær þessara frægustu mynda hans varpa rómantísku ljósi á vændi, en það var ekki hvatinn að þessum greinarskrifum. Við skulum athuga hvaða mann þessi leikari hefur að geyma og leyfum honum sjálfum að segja frá í eigin orðum.
Richard Gere er yfirlýstur búddisti og einn frægasti búddisti í heiminum. Það er mjög mikilvægt fyrir búddista að vera frægir og mætti lýsa honum sem einum valdamesta búddista heims, en ég læt það liggja milli hluta. Almenningur gerir sjálfkrafa ráð fyrir því að fyrst hann er búddisti, þá hljóti hann sjálfkrafa að vera hið mesta gæðaskinn. Lítum aðeins á það, hvaða skilning Richard Gere leggur í það að vera búddisti:
Búddismi og þjóðernissósíalismi eiga sér marga snertifleti, það er öllum ljóst sem hafa lesið Mein Kampf. Ég meina, virkilega lesið hana með opnu hugarfari.Ég ætla ekkert að leggja út af þessum orðum, læt þau bara standa sem vitnisburð sjúkrar sálar.
Ég er ekki rasisti. Ég hata ekki aðra kynþætti, enda er ég búddisti. Ég bara elska hinn aríska kynstofn mjög heitt og vil varðveita hreinleika hans.
Dalai Lama er náttúrulega skáeyg rotta eins og aðrir Asíubúar, en ég virði hann samt. Það mætti eiginlega segja að hann sé heiðursaríi.
Nýnasistar raka af sér hárið. Búddistamunkar raka af sér hárið. Tilviljun?
Hitler var grænmetisæta. Ég er grænmetisæta. Það er bara tilviljun. Eða hvað?
Hafið það í huga, að þessum manni er hampað sem mannvini, góðgerðafrömuði og almennt séð frábærum gaur af vestrænum fjölmiðlum. Ég held meira að segja að Nelson Mandela og Dalai Lama hafi einu sinni kysst hann á sitt hvora kinnina.
Þeir kysstu siðblindan mann.